Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Blaðsíða 52
E i n a r K á r a s o n
52 TMM 2012 · 2
í skapi, fáskiptinn og fátalaður – líkist föður þeirra bræðra sem að auki er
einhverskonar varúlfur og dregur af því nafn sitt; vakir og gólar um nætur
mót fullu tungli og stundum rennur á hann villidýrshamur, og þennan þátt
erfa að einhverju leyti þeir nafntoguðu afkomendur hans sem honum líkjast,
Skallagrímur og Egill.
Glæsilegi bróðirinn Þórólfur vinnur ekki né spinnur heldur fer með
köppum og ævintýramönnum í víking á sumrum og græðist mikið fé. En á
sama stað er sagt frá því að Skallagrímur stundi síldfiski á vetrum með hús
körlum. Hann og Kveldúlfur eru báðir menn jarðarinnar; smiðir, bændur,
sjómenn; hagir á allt verklegt.
Nýi einvaldskonungurinn, Haraldur lúfa (hárfagri), falast eftir liðveislu
feðganna, að þeir gerist hans menn. Kveldúlfur hinn forvitri sér og skilur að
fátt gott muni af því hljótast. Hann segir meðal annars: „Er yður þá skjótast
að segja, þá er þér hittið konung yðvarn, að KveldÚlfur mun heima sitja um
þetta herhlaup og hann mun eigi herliði safna og eigi gera sína þá heimanferð
að berjast á móti Haraldi lúfu því að eg hygg að hann hafi þar byrði nóga
hamingju er konungur vor hafi ei krepping fullan.“ (Íslendinga Sögur, fyrra
bindi bls 370. Svart á hvítu, 1985) Skallagrímur vill þá heldur ekki gerast
lendur maður, því að faðirinn „skal vera yfirmaður minn meðan hann lifir“.
(Sama, 372) Og seinna bætir hann við að konunginum muni ekki þykja hann
„orðsnjallur“. (Sama, 396)
En Þórólfur, hinn fríði og vinsæli maður nýja tímans, verður konungs
maður og kemst strax til metorða; eins og honum er lýst koma manni í hug
bandarískir senatorar, með breið bros og mjúkmælgi. Þórólfur hefur í raun
mannkosti, sem falla vel að hirðsiðum og þeim tíðaranda sem nú var að
renna upp, í svo ríkum mæli að það verður honum að falli; að honum laðast
svo margir menn og á hann sankast svo mikill auður og völd að hann fer
á endanum að yfirskyggja sjálfan konunginn. Það endar með uppgjöri og
bardaga og Þórólfur fellur á grúfu við fætur konungs, vantaði aðeins þrjú
skref til að geta fellt hann.
Góðir menn reyna sættir milli konungs og Kveldúlfs og úr verður að
Skallagrímur dregst á að ganga á konungsfund. Í einni mögnuðustu senu
allrar bókarinnar safnar hann að sér fámennri fylgdarsveit bergrisa og
hálftrölla. Þar voru í flokki meðal annarra: „þeir bræður Þorbjörn krumur
og Þórður beigaldi. Þeir voru kallaðir Þórörnusynir. Hún bjó skammt frá
SkallaGrími og var fjölkunnig. Beigaldi var kolbítur. Einn hét Þórir Þurs og
bróðir hans Þorgeir jarðlangur. Oddur hét maður einbúi, Grís lausingi. Tólf
voru þeir til fararinnar og allir hinir sterkustu menn og margir hamrammir.“
(Sama, 396)
Er þeir koma að konungsgarði skilja þeir eftir vopn sín og helming
flokksins utandyra og ganga svo inn. Konungur býður Skallagrími sættir og
miklar sæmdir. En Skallagrímur, sá „lítt orðsnjalli“ maður svarar með ræðu
sem gæti sómt sér í hverri sýnisbók um mælskulist. Með tvíræðum orðum