Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Blaðsíða 53

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Blaðsíða 53
H r í m þ u r s a r n e m a l a n d TMM 2012 · 2 53 segist hann ekki treysta sér til að þjóna konungi svo vel sem hann helst vildi: „Það var kunnigt hversu miklu Þórólfur var framar en eg er að sér ger um alla hluti og bar hann enga gæfu til að þjóna þér konungur. Nú mun eg ekki taka það ráð. Eigi mun eg þjóna þér því að eg veit að eg mun eigi gæfu til bera að veita þér þá þjónustu sem eg myndi vilja og vert væri. Hygg eg að mér verði meiri muna vant en Þórólfi.“ (Sama, 397) Þórólf vantaði þrjú skref. Orð Skallagríms eru svo meitluð að það er ekki fyrr en hann og hin hálf­ tröllin eru að ganga á dyr sem rennur upp fyrir kóngi og hans mönnum að í raun sagðist Skallagrímur eiga enga ósk heitari en drepa konung. Skalla­ grímur og hans menn komast á braut og nú búa feðgarnir sig undir að flýja land, og hafa heyrt af landkostum á Íslandi. Með sitt lið og hafurtask halda þeir af stað á skipum, en áður en þeir yfirgefa Noreg eiga þeir eftir að hefna fyrir Þórólf af hamslausum blóðþorsta. Ungir og fríðir prinsar, frændur konungs, sigla skipum inn bláan fjörð í fögru veðri, hafa góðan byr og eru allkátir. Kveldúlfur og Skallagrímur sitja fyrir þeim, og af miskunnarlausri grimmd og í raun hamstola murka þeir feðgar lífið úr þessum saklausu drengjum og þeirra fylgdarliði; aðeins einn vesalingur fær að lifa til að fara á konungsfund og segja nákvæmlega frá öllum atburðum og bera konungi að auki vísu frá Skallagrími. Svo halda þeir á haf út, hvor feðganna stýrir sínu skipi, en Kveldúlfur gamli er svo útslitinn eftir morðæðið að hann deyr á úthafinu. Hann hefur áður falið skipsmönnum sínum að smíða um sig í trékistu og skjóta fyrir borð, og segja svo Skallagrími er þeir finnist á ný að nema land og byggja bú sitt þarsem kistuna reki að landi; það reynist vera við Borg á Mýrum. 3. Merkilegust er þessi saga samt fyrir sjálfsskilning þjóðarinnar, spurning­ una um hvers konar fólk það var sem hingað fór og settist að. Ljóst má vera að í nágrannalöndum, og það styðja heimildir, hafi komið upp sá kvittur á fyrstu öldum eftir landnám Íslands að þangað hafi flúið ofbeldismenn, drottinsvikar, þjófar og önnur hrakmenni sem ekki voru í húsum hæf. Í það minnsta segir í einu elsta skjali sem ritað var á norræna tungu hér á landi, um miðja 12. öld, að þannig orðróm þurfi Íslendingar að reka af sér með því að skrifa sögur um hversu göfugir okkar forfeður voru, og kann það að skýra hversu ítarlegum ættartölum fornsögur vorar skarta. En af hverju var hinn snjalli höfundur Egilssögu þá að skrifa um land­ námsmenn og lýsa þeim sem ófríðum, fáskiptnum og hamslausum ofbeldis­ mönnum; hálfgerðum hrímþursum sem sannarlega gátu ekki þrifist innan­ um siðmenntað fólk? Raunar mynda morðin sem þeir feðgar fremja, á saklausum ungmennum í norskri eyju, áður en þeir yfirgefa það land, enn hryllilegri hugrenn­
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.