Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Side 69
„ Þ v í a ð e l s k a n e r s t e r k , e i n s o g d a u ð i n n “
TMM 2012 · 2 69
er dauðinn ein aðalskáldskaparmúsan í menningarsögunni. Í þessu tilfelli
er það ekki dauði fallegrar konu,70 heldur er kynhlutverkum snúið við. Hún
sér elskhuga sinn fyrir sér dáinn; líkama hans „kaldan í rúminu“, „nakinn á
bekknum“, „sofandi í kistunni / – í jörðinni – “71 og myndirnar í huganum
valda sársauka. En verkinu lýkur á skáldskaparlegri von. Orfeus sameinast
sinni Evridísi að lokum í dauðanum í Ummyndunum Óvíds. Skáldkonan í
Öllum fallegu orðunum sameinast sínum feiga elskhuga í skáldskapnum er
hún lýkur verkinu á orðunum:
þú gast ekki stöðvað tímann
þótt þú reyndir það tvisvar
fyrst með því að gefa mér úrið þitt
og síðan með þessari harmrænu rómantík
heyrirðu það! við náum samt saman! ég sagði það!72
Fórnargjöf
Dauðinn er staðsetning og endanleg skilyrði manneskjunnar, en í skáldskap
birtist hann í sviðsetningu. Á þann hátt býður dauðinn upp á möguleika
til að kanna merkingu tilvistarinnar. Sú tvöfeldni sem felst í dauðanum,
einkum sem táknmynd í bókmenntum, býr yfir þeirri mótsögn að vera þrá
til upprisu, áframhalds og á sama tíma þráin eftir endalokum, lausn frá til
vist og sköpun. Dauðaþráin rekst saman við löngun til upprisu.
Elisabeth Bronfen segir í bók sinni Over Her Dead Body. Death, femininity
and the aesthetic að um tvöfeldni ímyndunaraflsins sé að ræða þegar ástin
og dauðinn renni saman.
Sú tvöfeldni sem ímyndunaraflið leysir úr læðingi með því að láta ástina koma í stað
dauðans felur í sér hugmynd um táknmynd dauðans að baki ástinni, og þrá sem
gerir mönnum kleift að bera ekki kennsl á dauðann vegna þess að það sem kemur í
ljós er ekki dauðinn sjálfur heldur tvífari hans, ástin.73
Skáld hinna kviksettu orða, ljóðmælandinn í Öllum fallegu orðunum, hefur
sömu tvöföldu tengingu við dauðann og Orfeus og ljóðmælandi Blysfara.
Með skáldskapnum tengist ljóðmælandi elskhuganum – hinu mögulega
listaverki. Eina valdið sem ljóðmælandi hefur yfir elskhuganum er bundið
þeim kviksettu orðum sem skapast úr rými dauðans. Öll kalla tregaskáldin
þrjú í einsemd sinni, hvert á sinn hátt: komdu. Það aðdráttarafl og sú þrá sem
beinist að dauðanum í þessum tveimur íslensku ljóðabálkum er þráin eftir
þeim samruna sem ekki verður fenginn. Sú fórnargjöf sem listin þarf.
Konan í Blysförum gerir það sem hún getur til að blása lífi í dauðann, sem
er ást hennar til eiturlyfjasjúklings og elskhuga, þann dauða sem Blanchot
kallar annan dauða. Dauði sem tekur engan enda og er dauðarými skáld
skaparins. Í lok Blysfara gengur konan út í haf um miðja nótt með bálhvítt