Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Qupperneq 82

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Qupperneq 82
82 TMM 2012 · 2 Úlfhildur Dagsdóttir Myndasöguundur í Múmíndal „Hvað er þetta?“ stendur í fyrsta rammanum. Myndin sýnir landslag og það er næstum eins og kringlótt sólin sé að setjast í grasið – nema hún er með rófu.1 Hægra megin við kúluna er dálítið undrandi smádýr sem hallar sér fram eins og til að sjá betur. Við vitum auðvitað alveg hvað þetta er, enda kemur það í ljós strax í næsta ramma, þegar múmínsnáðinn stendur upp og svarar: „Þetta er ég, múmínsnáðinn, að reyna að standa á haus!“ Smádýrið fellur aftur fyrir sig í undrun og hallar sér upp að háum grasstráum sem skilja þennan ramma að frá þeim næsta, en þar segir múmínsnáðinn feginn, „Guði sé lof, hér kemur Snabbi!“ Þegar Snabbi nálgast grípur múmínsnáðinn um höfuðið á sér og segir: „Snabbi! Heima hjá mér eru 15 gestir og ætt­ ingjar. Og ég er komin með hræðilegan hausverk vegna þessa!“ „Aumingja drengurinn!“ svarar Snabbi. Svona er lýsingin á fyrstu myndasögustrípu Tove Jansson um múmínálfana sem birtist í breska dagblaðinu London Evening News árið 1953. Það verður strax ljóst að þetta er eitthvað aðeins ólíkt þeim múmínheimi sem birst hafði í bókunum og það verður svo enn ljósara þegar á líður fyrstu söguna, en hér býr múmínsnáðinn einn í húsi, foreldrar hans eru víðs fjarri. Snabbi er heldur ekki allur þar sem hann er séður, í stað þess að vera frekar meinlaus (en sjálfselsk) gunga er hann gírugur (og sjálfselskur) plottari sem myndar á stundum bandalag með Stink. En Stinkur er góðkunningi lögreglunnar. Í kjölfar vinsælda fyrstu múmínbókanna var Tove Jansson beðin að skrifa múmínmyndasögur fyrir fullorðna, til birtingar í London Evening News. Jansson sló til og myndasögurnar slógu í gegn og voru fljótlega seldar til fjölda annarra landa. Árið 1960 tók yngri bróðir Tove, Lars, við keflinu, en þá var hún orðin þreytt á því álagi sem fylgdi því að birta myndasögustrípu daglega. Lars hafði frá upphafi unnið með systur sinni að sögunum, bæði sem þýðandi og höfundur, og reyndist afar verðugur arftaki hennar. Hann átti svo eftir að skrifa og teikna múmínmyndasögur næstu fimmtán árin. Myndasögurnar voru gefnar út á sænsku í litlum ódýrum kiljum frá árinu 1994,2 en árið 2006 hóf kanadíska myndasöguútgáfan Drawn & Quarterly nýja heildarútgáfu í vönduðum og hávöxnum harðspjaldabókum. Allar sögur Tove eru komnar út í fimm bindum og fyrsta bindið af sögum Lars. Eins og fram hefur komið eru ævintýri múmínálfanna aðeins öðru­
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.