Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Page 85

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Page 85
M y n d a s ö g u u n d u r í M ú m í n d a l TMM 2012 · 2 85 Myndasögurnar sýna ennfremur hversu framsækinn myndasöguhöf­ undur Tove hefur verið. Hún gerir ýmiskonar tilraunir með formið og þá sér­ staklega hvað varðar notkun rammans, en á þeim tíma var dagblaðastrípan orðin nokkuð staðlað fyrirbæri í útliti og yfirbragði: 1–4 rammar í röð (oftast þó 3), yfirleitt skipulega fram settir, innan skýrra markalína. Tove ruglar fyrst og fremst í markalínunum og notar iðulega hluti úr umhverfinu til að skilja á milli rammanna, sem eykur á vitund um formið. Lars átti svo eftir að taka þessar tilraunir til að brjóta niður ‚fjórða vegginn’ enn lengra, en í einni af fyrstu sögum hans eru múmínálfarnir orðnir uppteknir af frægð sinni og leggja mikið á sig við að gera skemmtilega sögu úr lífi sínu. Að þessu leyti minna sögurnar á þekkt verk frá fyrstu árum dagblaðamyndasögunnar í Bandaríkjunum, en þá voru einmitt gerðar heilmiklar tilraunir með form og framsetningu myndasagna.4 Smádýrið í fyrstu strípunni er gott dæmi um hvernig Tove ýtti aðeins við skynjun lesandans, en hún notar iðulega ýmis smádýr sem einskonar fulltrúa lesenda; þau fylgjast með uppátækjum múmínfjölskyldunnar, undrast, óttast og gleðjast og endurspegla þannig það sem gerist. Í einni sögunni verður eitt dýrið afar áhyggjufullt, það þarf að fara í brúðkaup og getur því ekki sinnt hlutverki sínu og fær frænda sinn í staðinn. Sá stendur sig afar vel og er jafnvel enn kvikari. Einstaka sinnum fá þessi smádýr sjálfstæð hlutverk, en yfirleitt virðist múmínfjölskyldan ekki taka mikið eftir þeim. Allt er þetta þó ákaflega léttleikandi og gleðigildi sagnanna er ósvikið. Húmor Jansson nýtur sín ekki síður þegar hún fær að skrifa fyrir eldri lesendur og deilir óhikað á samfélagið – og múmínálfana sjálfa, sem hér eru ekki alveg eins saklausir og ljúfir og í bókunum. Eða réttara sagt, sakleysi þeirra og ljúfleiki er hér sýndur í nýju ljósi. Í grein sem birt er aftast í fyrstu fimm bindunum heldur Alisia Grace Chase því fram að heimur múmínálfanna í myndasögunum sé innblásinn af uppvexti Tove í fjölskyldu afar frjálslyndra bóhema og listamanna ásamt vinahópi þeirra.5 Hjálpsemi múmínfjölskyldunnar nær fáránlegum hæðum (einu sinni taka þau að sér heilan dýragarð) og góðviljinn umbreytist í átakafælni á háu stigi, sem sömuleiðis kemur fjölskyldumeðlimum í stöðug vandræði. Þannig er gert góðlátlegt grín einmitt að þeim þáttum sem allir elska og dá. Hégómleikinn
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.