Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Qupperneq 91

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Qupperneq 91
F r e s s k e t t i r TMM 2012 · 2 91 „Svona, svona. Hvað segirðu bara um að við heimsækjum hann saman á morgun? Ég get komið við hjá þér strax eftir hádegimatinn.“ *** Minningin um gamla gamnislagi fer um hugann, óskýr en áþreifanleg, eins og fjúkandi slæða í þoku. Það var þreytandi að slást við Braga og smám saman hætti hann að nenna því. Hafði hann að vísu undir, enda þremur árum eldri, en Bragi neitaði alltaf að gefast upp og var svo hefnigjarn að saklaus gamnislagur gat orðið að endalausum alvöruslag sem gat jafnvel staðið yfir með hléum dögum saman. Hann getur alveg séð Braga fyrir sér, útblásinn af heift, með stálrör reitt til höggs. En þessi frétt er samt hálf­ óraunveruleg, hann á erfitt með að ímynda sér að Bragi sé hættulegur, þrátt fyrir allt. Sjálfur myndi hann grípa um rörið og halda því föstu en næði þó ekki að snúa það úr höndum bróður síns: þannig myndu þeir stimpast langa stund, báðir með hendur á rörinu, uns Óskari tæki að leiðast þófið og myndi semja um vopnahlé – bjóða fram afsökunarbeiðni og 500 króna seðil eða tíu fótboltamyndir úr enska boltanum, jafnvel af George Best eða Bobby Charlton … *** Hann dauðlangar í bjór. En Sigrún kemur heim á hverri stundu og það er ekki í boði að sitja inni í stofu og sötra bjór klukkan tvö á laugardegi. Hann getur beðið þar til í kvöld, þá fær hún sér kannski einn með honum fyrir framan sjónvarpið og svo getur hann bætt á sig eftir að hún er sofnuð. Hann hlammar sér í sófann við hliðina á kettinum sem liggur hrjótandi á gamla púðanum sínum. Þetta er gulbröndótt friðsemdardýr sem rápar inn og út um kattalúguna á útidyrahurðinni og fer aldrei langt frá húsinu. Hann er geldur og því aldrei breima og hann forðast slagsmál við aðra ketti; stór bjalla hangir neðan úr hálsólinni hans og kemur í veg fyrir að hann nái að veiða fugla. Þessi köttur er svo sannarlega ólíkur Gretti, gamla kettinum hans Braga, sem lagðist reglulega í flakk og lenti í alls konar slagsmálum. Þegar hann skreiddist vígmóður heim tók Bragi á móti honum og var óþreytandi að hjúkra honum, strauk þá yfir skítugan og blóðugan feldinn með rökum þvottapoka. Grettir vældi ámátlega undan strokunum en hann reyndi ekki að losa sig úr höndum eiganda síns. Bragi bar smyrsl á verstu sárin úr kringlóttum bauki sem Óskar hafði fyrst augum litið eftir að hann hruflaði einu sinni illilega á sér hnéð á frostharðri skólalóðinni; mamma náði í hann og fór með hann heim úr skólanum og bar varlega þetta glæra og hlaupkennda mauk á sárið. Eftir hjúkrunina gaf Bragi kettinum harðfisk og rjóma eða annað ámóta góðgæti ef hann fann það í eldhúsinu, stundum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.