Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Qupperneq 103

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Qupperneq 103
K l e i s t í Th u n TMM 2012 · 2 103 bjart vatnið. Koss sólarinnar er einstakur og stöðugt endurtekinn. Blæjalogn. Varla hreyfing. Fjöllin eru eins og máluð af mjög færum leiktjaldamálara eða þau eru eins og allt héraðið væri minjabók og fjöllin væru teiknuð á autt blað af næmgeðja föndrara til minningar fyrir eiganda bókarinnar og með vísu. Minjabókin er með fölgrænni kápu. Það passar. Fjöllin næst vatninu eru svona hálfgræn og svo há, svo kjánaleg, svo angandi. La, la, la! Hann hefur klætt sig úr og hendir sér í vatnið. Honum finnst það svo óumræðilega gott. Hann syndir og heyrir hlátur í konum frá vatnsbakkanum. Báturinn vaggar silalega í blágrænleitu vatninu. Náttúran er eins og einn stór faðmur. Hvílík hamingja og um leið svo sárt. Stundum, einkum þegar fagurt er á kvöldin, finnst honum eins og hér sé endi veraldar. Alparnir virðast honum ókleifur inngangur að háttliggjandi paradís. Hann röltir fram og til baka á smáeyjunni sinni. Stelpan hengir upp þvottinn milli runnanna þar sem skín melódískt, gult, sjúklegt ljós. Andlit snæfjallanna eru svo föl, alls staðar ríkir hin hinsta, ósnertanlega fegurð. Svanirnir sem synda fram og aftur milli sefgresisins, virðast heillaðir af fegurðinni og aftanskininu. Loftið er sjúkt. Kleist óskar þess að vera kominn í hrottafengið stríð, í styrjöld, honum finnst hann svo vonlaus og lítilfjör­ legur. Hann fer í göngutúr. Afhverju, spyr hann sig brosandi, hefur einmitt hann ekkert að gera, ekkert að starfa og iðja? Hann finnur hvernig kraftar hans og vessar kveina lágt. Sál hans alla þyrstir í líkamlegt erfiði. Hann stikar milli fornra, hárra vegghleðslna, þar sem dökkgræn bergfléttan hefur stungið sér niður í grátt grjótið, og heldur upp á hallarhæðina. Í háttliggjandi gluggum sindrar aftanskinið. Uppi á klettahálsinum er fíngerður laufskáli, þar situr hann og varpar sálu sinni niður í blikandi­heilagt­kyrrlátt útsýnið. Hann yrði undrandi ef honum liði vel núna. Glugga í dagblað? Hvernig væri það? Að fara út í heimskulegar pólitískar eða gagnlegar samræður við einhvern mikilsmetinn opinberan þöngulhausinn? Já? Hann er ekki óhamingjusamur, í rauninni telur hann þá gæfusama sem geta verið örvinglaðir: örvinglaðir á eðlilegan og kraftmikinn hátt. Hvað hann varðar, þá er ástandið örlítið verra eða sem nemur einu bognu smáatriði. Hann er of næmur, of meðvit­ aður um allar sínar óráðnu, varfærnu, tortryggnu kenndir til að geta verið óhamingjusamur. Hann langar til að öskra, gráta. Guð minn góður, hvað gengur eiginlega að mér? Hann hraðar sér niður hæðina meðan dimman dettur á. Nóttin er honum góð. Þegar hann er kominn í herbergin sín sest hann við skrifborðið, svo ákveðinn í að vinna að það gengur sturlun næst. Lampaljósið máir út myndina af umhverfinu, hann nær áttum og nú skrifar hann. Þegar rignir er allt hryllilega kalt og tómt. Það stafar kuldahrolli af hér­ aðinu. Grænir runnarnir vola, kjökra og drippdropa eftir sólskini. Óhrein, óhugnanleg ský strjúka um enni fjallanna eins og stórar, ósvífnar, deyðandi hendur. Landið reynir að skreiðast undan veðrinu, skreppa saman. Vatnið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.