Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Síða 110

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Síða 110
Ó l a f u r G u ð s t e i n n K r i s t j á n s s o n 110 TMM 2012 · 2 daginn […] sem er eins spennandi og ævintýraferðalag annars staðar“ (Broder. 2011). 3 Einkar vandræðalegt við þessa bók er hve margar villur hana prýða. Ein Jahr in Island: Tina Bauer býr, líkt og titill bókarinnar gefur til kynna, eitt ár á Íslandi og er bókinni skipt upp eftir mánuðunum. Hún vinnur á Kjarvalsstöðum, fær kennitölu, ferðast um landið, kynnist innfæddum og venjum þeirra, kynnist þýskum karlmanni, keppist við að læra tunguna og íslenska sjálfa sig sem mest hún má. Allir Íslendingar eru í augum hennar meira og minna „verrückt“ eða brjálaðir, afslappaðir eða kærulausir, tengjast náttúrunni sterkum böndum, eru skapandi og framkvæmdaglaðir og „næstum því sérhver Íslendingur spilar á að minnsta kosti eitt hljóð­ færi og flestir þeirra geta sungið afbragðsvel. Sannkallað undur!“ (Bauer 2011: 57).4 Auk þess er tæpt á frjálslyndu fjölskyldumynstri eyjaskeggja. Já, og álfar og víkingar skjóta ósjaldan upp kollinum. Sjálfri sér lýsir hún sem áætlunarglaðri manneskju og telur það jafnframt eitt af megineinkennum landa sinna. Wo Elfen noch helfen: Árið 2003 fær Andrea Walter styrk til að starfa hjá íslensku dagblaði og heldur til eyjunnar í norðri sem hún veit ekki mikið um. Fljótlega áttar hún sig þó á að þetta eyríki er ekkert minna en meiriháttar, hvort heldur sem er náttúran eða íbúarnir og er hvort tveggja frjótt og gefandi. Bókinni er skipt í tvo hluta; fyrir og eftir fjármálakreppuna og kemst hún að því að í íslenska sálargrunninum hafa ekki orðið ýkja mikil umskipti eftir fallið. Hlutunum tveimur er skipt upp í kafla þar sem drepið er á ýmsum þemum eins og íslensku hnossgæti – og auðvitað álfum. Einnig er fjallað um venjulega Íslendinga á borð við Hallbjörn Hjartarson, Jón Gnarr, Árna Johnsen og Bobby Fischer. Ísland er nefnilega land þar sem Björk Guð­ mundsdóttir „er fullkomlega venjuleg manneskja“. (Walter 2011: 67).5 Hinn dæmigerði Íslendingur er sannarlega fjölmörgum jákvæðum eigin­ leikum gæddur og er að auki, samkvæmt bókahöfundum, einstaklega sveigjanlegur, „[elskar] efstastig lýsingarorða“6 (Broder 2011: 76), ávallt reiðubúinn til að hrinda sérhverri hugmynd í framkvæmd, hefur ótal mörg járn í eldinum (bæði hvað atvinnu og áhugamál varðar), upptekinn af fjöl­ skyldu sinni og stoltur af uppruna sínum. Og þó draga megi upp almenna mynd af lundarfari landans þá er hver og einn samt einstakur í sinni röð; enginn er „nóbodý“ á klakanum. En hvernig verður þessi Íslandsmynd til? Ævintýri og framandleiki hafa löngum tengst fjarlægum eyjum og finnast þess fjölmörg dæmi í bókmenntunum. Má í því sambandi benda á Ódysseifs- kviðu Hómers og Útópíu Thomasar More frá 1516. Og því meiri sem fjar­ lægðin er frá upphafsreit, miðjunni, þeim mun líklegra er að af staðnum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.