Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Side 114

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Side 114
Á s t r á ð u r E y s t e i n s s o n 114 TMM 2012 · 2 tíðarvitund sem sjá má í mörgum ljóða hans: Er hægt að staðfesta mörk eða skil milli líðandi stundar og minninga um liðna tíð? Síðast en ekki síst er þetta spurning um raunveruleg endimörk lífsins. Hver skyldi verða manns síðasta stund – og hvar – og í hvaða skilningi býr sú stund þegar innra með manni? Hlýtur dauðinn ekki að vera óhjákvæmilegur ferðafélagi, og oftar en ekki brýn áminning um vægi lífsins í bráð og lengd og um gildi þeirra staða þar sem við stöldrum við eða hreiðrum um okkur? Slíkar spurningar leita á hugann nú þegar blaðað er í ljóðabókum Jón­ asar og staðar numið í „Alpaþorpi“. Þetta ljóð er til merkis um að Jónas hafði myndað lífrænt samband við nýjan stað. Fyrst eftir að hann og kona hans, Álfheiður Hanna Friðriksdóttir, fluttust til Ítalíu hafði hann ekki fundið staðfestu þar, en þegar þau færðu sig um set, norður að Alparótum, á vatnasvæðið í Comohéraði (nánar tiltekið til smábæjarins Canzo), komst hann í takt við umhverfið. Þar undi hann sér afar vel síðustu árin og þar lést hann á liðnu sumri, langt um aldur fram, 52 ára að aldri. Jónas var sjó­ og vatnagarpur og dauðann bar að skyndilega í einu þeirra vatna þar sem hann naut þess að lauga sig og synda. Þótt hann væri afar hraustlegur maður, átti hann við vissan heilsubrest að stríða og hafði lengi vitað að lokastundin gæti komið fyrirvaralaust. Í þeim skilningi bar hann endalokin í sér á allt að því áþreifanlegan hátt; sérhver dagur var nýtt líf. Á bersvæði Jónas hafði gengið frá nýrri ljóðabók er hann lést og nefndi hana Brot af staðreynd. Hún kemur út um svipað leyti og þessi grein birtist. Hér fylgja heiti útgefinna ljóðabóka Jónasar (með ártölum, en einnig skammstöfunum sem notaðar eru í greininni, ásamt blaðsíðutölum, til að heimfæra tilvitnaðar línur):2 Í jaðri bæjarins 1989 (ÍJB) Andartak á jörðu 1992 (AÁJ) Á bersvæði 1994 (ÁB) Villiland 1996 (VL) Vasadiskó 1999 (VD) Hliðargötur 2001 (HG) Hvar endar maður? 2005 (HEM) Tímabundið ástand 2008 (TÁ) Brot af staðreynd 2012 (BAS) Í þessum níu bókum eru tæplega 300 ljóð. Fáein þeirra höfðu áður birst í blöðum eða tímaritum, en einnig eru til birt ljóð sem Jónas tók ekki upp í bók, t.d. ljóðið „Í upphafi var skip“ sem sigraði í ljóðasamkeppni á menn­ ingarborgarárinu 2000 og flutt var á Austurvelli 17. júní.3 Allmörg ljóða Jónasar hafa verið þýdd á erlend mál og ein ljóðabókanna, Hliðargötur,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.