Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Síða 116

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Síða 116
Á s t r á ð u r E y s t e i n s s o n 116 TMM 2012 · 2 „Bersvæði“ er ekki athafnarými samfélagsins, heldur skjóllaus staður, opinn í allar áttir og þó á vissan hátt afsíðis – allt að því staðleysa. Um þennan stað getur ljóðmælandi ekkert fullyrt, né um veðrið og ekki heldur lands­ lagið, nánar tiltekið litinn á Esju. En stundum virðast maður og staður renna saman í eitt og þessi skjóllausi staður er í þeim skilningi sjálf veran sem hér tjáir sig, flöktandi sjálf í rokinu, varnarlaus, en býr yfir þessu víða sjónarsviði: út á haf, út í geim. Staðarljóð eru af ýmsu tagi. Sum eru minnispunktar, einskonar dagbókar­ færslur, um staði þar sem staldrað er við á ferðalagi, en áleitnustu staðarljóðin eru ævinlega þau sem vinna úr þýðingarmiklum tengslum á milli staðar og vitundar – í huga, minni, tíma og rúmi.6 Þetta á við um ýmis ljóð Jónasar. „Á bersvæði“ er Reykjavíkurljóð. Ljóð skálds sem var lengi að finna þennan stað þótt hann byggi þar árum saman. Nokkrum árum síðar, í bókinni Hvar endar maður? veltir hann enn fyrir sér hvort hann sé „Reykjavíkur­ skáld“ – „rekst ævinlega í þennan sjóndeildarhring / fjöll sem segja: þú ert hér // og hvað viltu hér?“ (HEM 7). Og Esjan er því ekki bara staðarfjall hins aðflutta Reykvíkings, heldur vegvísir, og þeir sem þekkja ljóðabækur Jónasar skynja strax þungann í orðinu „norðurhliðin“. Jónas var norðanmaður og æskuslóðir hans á Akureyri voru honum ætíð ofarlega í huga; Eyjafjörðurinn og fleiri staðir norðan heiða. Ef til vill hafði Reykjavík ekki náð tangarhaldi á Jónasi þegar hann færði sig enn sunnar – suður fyrir Alpa – og bætti þannig í norðurhliðina á sér. Málsvæði heiðagæsa Einstaka rithöfundar hefja feril sinn með bók sem ekki verður kallað byrjandaverk, slíkum tökum reynist höfundurinn hafa náð á miðli sínum þegar gengið er frá fyrstu bók. Þetta á sannarlega við um fyrstu bók Jónasar, Í jaðri bæjarins, sem út kom 1989. Jónas var orðinn 29 ára og hafði augljós­ lega fengist við ljóðasmíðar um hríð. Atvikin höguðu því svo að ég kynntist Jónasi haustið 1986 þegar hann átti leið um Kaliforníu þar sem ég bjó við San Francisco­flóa (orðið „haust“ á raunar vart við um þann stað). Hann hafði brennandi bókmenntaáhuga en var einnig með hugann við heimspeki (sem hann nam síðar við Háskóla Íslands, en hafði áður lokið þar námi í sjúkraþjálfun). Hann var á leið suður á bóginn til vetrardvalar með þáverandi sambýliskonu sinni. Kynnin af Mexíkó og Gvatemala áttu eftir að hafa mikil áhrif á hann, en um þau kynni yrkir hann þó ekki í fyrstu bókinni; hann lét áhrifin gerjast lengur í sér og þau leita fram í síðari bókum. Í fyrstu bókinni er hann enn að vinna úr öðru sem átti sér vafalítið lengri sögu, tilvistar­ spurningum um frelsið, hið einstaklingsbundna ferðalag og samræður við aðra sem móta ferðina, bæði þann annan sem stundum skýtur upp kollinum innra með manni og hinn – sem er oftast hún. Eitt ljóðanna, „Straumar“ (ÍJB 37), gæti raunar tengst Kaliforníu, en þó er erfitt að fullyrða um það:
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.