Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Page 117

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Page 117
É g s e m e r e n n a ð m y n d a s t TMM 2012 · 2 117 Ævintýri hefst með fordrykk á veitingahúsi við haf sem hvorugt þekkir Ævintýri eru gjarnan í senn seiðandi og hættuleg. Þetta knappa og fágaða ljóð birtir sterka mynd af upphafi sambands, sameiginlegrar en ófyrirsjáan­ legrar ferðar um ókunnugt haf þar sem leika ýmsir straumar. Jónas hefur örugg tök á þessu formi en það átti eftir að koma í ljós að hann var ekki með öllu sáttur við slíka fágun og reyndi oft beinlínis að forðast hana. Í bókinni er einnig að finna ljóðið „Þú sem býrð handan árinnar“ (ÍJB 22), en með því hafði Jónas borið sigur úr býtum í ljóðasamkeppni sem Morgunblaðið efndi til 1988, í tilefni af 75 ára afmæli blaðsins:7 Þú sem býrð handan árinnar ég vil hitta þig í ágúst í víðáttunni langt ofar byggð þar sem dagurinn er allir litir, nóttin bara stjörnur. Þar er málsvæði heiðagæsa við eigum ekki að tala, en ég ætla að benda þér á fjöllin heima og þú verður að trúa þó að baksvipur þeirra sé þér ókunnur. Þetta ljóð, eins og fleiri í bókinni, er til vitnis um hve haganlega Jónas vinnur með módernískt ljóðform og tjáningu; það er sú hefð sem hann byggir á. Og raunar er ekki frítt við að skynja megi samhljóm með alveg ákveðnu módernísku ljóðskáldi í þessu ljóði: atómskáldinu Stefáni Herði Grímssyni. Eigi að síður stendur þetta fallega ljóð Jónasar prýðilega á eigin fótum. Jónas þekkti Stefán Hörð persónulega og bar mikla virðingu fyrir skáldskap hans. Þó man ég eftir samtali við Jónas þar sem fram kom að hann vildi forðast of mikla nálægð við ljóð hins eldra skálds. Jónas gerði sér skýra grein fyrir að hann yrði að finna sína eigin rödd og tjá með henni eigin skynjun. Og svo gæti virst sem síðasta ljóð bókarinnar staðfesti að Jónas hafi fundið sinn reit í þeirri miklu endurskoðun og endurnýjun módernismans sem staðið hefur allt fram á þennan dag. Aftur eru litir í fyrirrúmi, án þess að skáldið dragi einn lit fram yfir annan. Ljóðið nefnist „Litir“ (ÍJB 45):
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.