Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Side 121
É g s e m e r e n n a ð m y n d a s t
TMM 2012 · 2 121
snjókoman þéttist
í ógagnsætt veður
utan um mig
ég sé ekki hvar ég enda
ekkert
aðskilur mig og veðrið
það er líkt og við séum hvort annað
þeirri hugsun snjóar
á augu mín
sest
ég sest í mjúka skafla
held
áfram að snjóa
hugsunarlaust
Veðrið eyðir skilmörkum manns og umheims (hvar endar maður?). Þarna
er komið, þegar í fyrstu bók, eitt af leiðarstefjunum í skáldskap Jónasar.
Eitt ljóðanna í næstu bók heitir „Glórulaus bylur“; þar lítur ljóðmælandi
út um glugga en er „líkt og sleginn blindu“, finnur ekki veturinn, ekkert
veður. Einnig hér er dregið úr mætti sjónarinnar, þótt með öðrum hætti sé
en í ljóðinu „Vakan“. Viðbrögð ljóðmælanda við þessari blindu, sem er visst
hugarástand, verða að kallast tvíbent (AÁJ 34):
Ég loka augunum
til að forða mér.
En í höfðinu er bylur;
og hugsanir mínar
verða úti hver af annarri.
Veðrið er þó engan veginn alltaf bölvaldur; það á sinn þátt í hinni innri þulu
sem kann að vera dulvituð. Í ljóðinu „Úti“ í Vasadiskói segir af andvaranum
sem „við gefum oftast lítinn gaum“, því að við erum upptekin af öðru „og
kannski bölvandi // þótt undir niðri / sem lífvera / sé maður umfram allt /
að njóta veðursins“ (VD 10).
Viðbrögðin við öðru í umhverfinu eru á svipaða lund; opni maður gáttir
sínar er aldrei að vita hvað berst inn. Í bókinni Á bersvæði er Jónasar byrj
aður að vinna úr áhrifum fyrrnefndra kynna sinna af Mexíkó og Gvatemala.
Hann yrkir um „þögn hásléttunnar“ (ÁB 34), um dans „fram á / rauðan
mexíkómorgun“; ljóðmælandi gætir þess að drekka í hófi, „enda nógu ringl
aður samt / þá sem nú yfir því einu / að vera til …“ (ÁB 32). Hin einlæga
undrun er eitt af auðkennum Jónasar og hana má skynja glöggt í morgun
ljóði um sömu slóðir, þar sem ort er um göngu „eftir ströndinni / í öldulöðri
og birtu / sem hefur aldrei áður leikið um jörðina“ (ÁB 39).
Þessi lífsfögnuður er strengur í hljóðfæri skáldsins, en strengirnir eru fleiri
og stundum berast dimmir tónar. Dauðinn var alla tíð eitt af yrkisefnum
skáldsins, en einnig hann á sér nokkur blæbrigði. Hann getur birst í eins