Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Page 121

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Page 121
É g s e m e r e n n a ð m y n d a s t TMM 2012 · 2 121 snjókoman þéttist í ógagnsætt veður utan um mig ég sé ekki hvar ég enda ekkert aðskilur mig og veðrið það er líkt og við séum hvort annað þeirri hugsun snjóar á augu mín sest ég sest í mjúka skafla held áfram að snjóa hugsunarlaust Veðrið eyðir skilmörkum manns og umheims (hvar endar maður?). Þarna er komið, þegar í fyrstu bók, eitt af leiðarstefjunum í skáldskap Jónasar. Eitt ljóðanna í næstu bók heitir „Glórulaus bylur“; þar lítur ljóðmælandi út um glugga en er „líkt og sleginn blindu“, finnur ekki veturinn, ekkert veður. Einnig hér er dregið úr mætti sjónarinnar, þótt með öðrum hætti sé en í ljóðinu „Vakan“. Viðbrögð ljóðmælanda við þessari blindu, sem er visst hugarástand, verða að kallast tvíbent (AÁJ 34): Ég loka augunum til að forða mér. En í höfðinu er bylur; og hugsanir mínar verða úti hver af annarri. Veðrið er þó engan veginn alltaf bölvaldur; það á sinn þátt í hinni innri þulu sem kann að vera dulvituð. Í ljóðinu „Úti“ í Vasadiskói segir af andvaranum sem „við gefum oftast lítinn gaum“, því að við erum upptekin af öðru „og kannski bölvandi // þótt undir niðri / sem lífvera / sé maður umfram allt / að njóta veðursins“ (VD 10). Viðbrögðin við öðru í umhverfinu eru á svipaða lund; opni maður gáttir sínar er aldrei að vita hvað berst inn. Í bókinni Á bersvæði er Jónasar byrj­ aður að vinna úr áhrifum fyrrnefndra kynna sinna af Mexíkó og Gvatemala. Hann yrkir um „þögn hásléttunnar“ (ÁB 34), um dans „fram á / rauðan mexíkómorgun“; ljóðmælandi gætir þess að drekka í hófi, „enda nógu ringl­ aður samt / þá sem nú yfir því einu / að vera til …“ (ÁB 32). Hin einlæga undrun er eitt af auðkennum Jónasar og hana má skynja glöggt í morgun­ ljóði um sömu slóðir, þar sem ort er um göngu „eftir ströndinni / í öldulöðri og birtu / sem hefur aldrei áður leikið um jörðina“ (ÁB 39). Þessi lífsfögnuður er strengur í hljóðfæri skáldsins, en strengirnir eru fleiri og stundum berast dimmir tónar. Dauðinn var alla tíð eitt af yrkisefnum skáldsins, en einnig hann á sér nokkur blæbrigði. Hann getur birst í eins­
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.