Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Page 124

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Page 124
Á s t r á ð u r E y s t e i n s s o n 124 TMM 2012 · 2 Ekki mun ég reyna að rekja þau tengsl sem kunna að vera á milli nostal­ gíunnar í verki Prousts, þeirrar miklu uppsprettu sem hún er, og fortíðar­ tregans sem greina má í ýmsum ljóða Jónasar. Slíkur tregi á ekki upp á pall­ borðið hjá öllum; ýmsir vilja láta hið liðna eiga sig og horfa einungis fram á veginn. Hvers vegna að gæta að og hreiðra jafnvel um sig í fortíðargörðum þar sem víða leynast viðkvæmir reitir? Á hinn bóginn kann sumt af því besta sem í manni býr að eiga sér rætur í slíkum reitum. Jónas yrkir um bernskutengsl sín við byggð og náttúru, móður sína og æskuvini, en einnig um þau sambönd sem varða leiðina til fullorðinsára. Í sumum fortíðar­ ljóðanna er vikið beint að þessum grunnþætti í geðslagi skáldsins. Ljóðið „Til þrautar“ fjallar um endalok sambands. „Fyrirgef mér / og gleymdu í myrkrinu og snjónum er vetrar / hvar spor okkar skrifuðu í heiminn / sögu um hamingju“ (AÁJ 24). Sjálfur fæ ég ekki að gleyma því ég fæ ekki lagt niður baráttu við hverfulleikann, mér er gert að minnast bera söknuð til alls er ég fjarlægist – þú verður þungbær Í baráttu sinni við hverfulleikann teygir þetta minni sig út fyrir persónulegar aðstæður, til staða sem bera skýr ummerki liðinnar tíðar. Akureyringurinn bregður sér til Dagverðareyrar, þar sem hann vann eitt sinn. Nú er þar „dauð verksmiðja, skrælnandi bátsflök, járnarusl og dagar // langir bláir, allt sem hefði getað gerst“ (HEM 55). „Aðfluttur Hjalteyringur“ heitir annað ljóð (HEM 57) og enn annað „Vitinn á Hjalteyri logar“. Þar er „hrum“ bryggja og „eintóm fortíð“; „leggi ég eyrað að gólfi heyrast fjarlægar drunur / eða hjartsláttur“ (HG 50). Í þessu síðasta orði felast skilaboð. Þetta er ekki tilgangslaus rústakönnun. Leitin að þessum tíma (sem er glataður og þó ekki) er ekki vonleysisráf, heldur einnig leit að sjálfum sér í nútíð og að leiðinni fram á við. Gaurinn úti á veröndinni í „Alpaþorpi“ er reiðubúinn að sjá veröldina ferskum augum. Eins og segir í öðru Ítalíuljóði: „það bætast / við mig hugrenningar, sopar og / augnaráðin svörtu hreyfa við mér, ég er enn / að myndast“ (TÁ 43). Og enn á það við sem stendur í ljóðinu „Töfrar“ í Andartaki á jörðu, þar sem staldrað er við nóvemberdag, sem var „hverfull“ – „en hann var djúpur og sólin / var gull efst í hömrum / sem gnæfðu yfir hlíðum“ (AÁJ 10): og maðurinn við rætur þeirra sefaðist hann sá að einnig hann lifði á tímum fegurðar
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.