Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Page 128

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Page 128
128 TMM 2012 · 2 Hannes Hólmsteinn Gissurarson Kolröng gagnrýni Í grein undir fyrirsögninni „Kolröng mynd“ í sumarhefti Tímarits Máls og menningar 2012 telur Árni Björnsson þjóðháttafræðingur sig finna tíu villur um sjálfan sig á þeim tólf blaðsíðum, þar sem hann er nefndur í bók minni, Íslenskum kommúnistum 1918–1998. Hið rétta er, að ekkert af þessu er efnis­ lega villa, heldur eru þetta athugasemdir Árna við orðalag og frásögn, flestar hæpnar, sumar fráleitar. Starfsmaður IUS Fyrsta dæmið er af eftirfarandi orðum úr bókinni: „Íslenskir sósíalistar tóku fullan þátt í næstu heimsmótum æsk­ unnar [eftir 1957], enda var einn þeirra, Árni Björnsson, starfsmaður Alþjóða­ sambands stúdenta, IUS, í Prag.“ Athugasemd Árna er: „Hið rétta er, að ég var fulltrúi Stúdentaráðs Háskóla Íslands hjá Alþjóðasambandi stúdenta í samræmi við hina takmörkuðu aðild (associate membership) SHÍ að sam­ bandinu frá því í lok ágúst 1956 fram undir mitt ár 1957, þegar Stúdentaráð sagði sig formlega úr IUS. Á þeim tíma tók ég engan þátt í undirbúningi Íslend­ inga að heimsmótum æskunnar. Ég var samt nokkrum mánuðum lengur í Prag því ég hafði tekið að mér að ritstýra alþjóðlegri stúdentasöngbók og vildi ljúka því verkefni.“ Árni Björnsson var á launum hjá IUS í Prag, eins og hann staðfesti við mig í símtali 26. júní 2012. Auðvitað var hann þá starfsmaður IUS, eins og ég sagði. Viðtal var við Árna í Þjóðviljanum 4. janúar 1958 og hann þar kynntur til sögu sem fyrrverandi starfsmaður IUS! Hins vegar sagði ég ekki, að Árni hefði tekið þátt í undirbúningi Íslendinga undir heimsmót æskunnar, heldur, að íslenskir sósíalistar hefðu tekið fullan þátt í mótunum. Einn þeirra var raunar Árni Björnsson. Hann sótti meðal ann­ ars heimsmót æskunnar í Varsjá sumar­ ið 1955, var þar kórstjóri íslensku gest­ anna samkvæmt Þjóðviljanum 19. mars 1955 og sagði frá förinni á samkomu 12. janúar 1956 samkvæmt Þjóðviljanum sama dag. Árni Björnsson var formaður undir­ búningsnefndar fyrir heimsmótið í Vín 1959, eins og hann rakti í heilsíðugrein­ um í Þjóðviljanum 19. og 20. febrúar 1959. Hann sótti meira að segja undir­ búningsfund mótsins í Colombo á Cey­ lon (nú Sri Lanka) í desember 1958 og sagði frá þeirri för í Þjóðviljanum 3. og 7. apríl 1959. Einnig talaði hann um mótið á fundum í Reykjavík 13. maí og 9. júlí samkvæmt Þjóðviljanum þá daga. Árni var fararstjóri á mótið og sagði síðan frá því á fundi 14. ágúst, eins og Þjóðviljinn hermdi sama dag. Næsta dæmi Árna er um svofelld orð í bók minni: „Eftir að Kress fékk fjár­ veitingu 1961 til að ráða Íslending til kennslu, bað hann Einar Olgeirsson að benda sér á mann. Einar talaði við Árna Björnsson, sem nýlokið hafði prófi í íslenskum fræðum í Háskóla Íslands.“ Athugasemd Árna er: „Rétt tímaröð er að ég lauk prófi í lok janúar 1961. Alex­ ander Jóhannesson fv. háskólarektor og Björn Sigfússon háskólabókavörður sneru sér báðir til mín á útmánuðum og Á d r e p u r
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.