Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Qupperneq 129

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Qupperneq 129
Á d r e p u r TMM 2012 · 2 129 sögðu prófessor Bruno Kress vera að leita að íslenskum sendikennara. Þar sem ekki var stjórnmálasamband við Austur­Þýskaland, hafði Bruno tekið það ráð að skrifa gömlum kennara sínum og skólabróður. Það var ekki fyrr en seinna um vorið sem Einar Olgeirs­ son talaði við mig um sama efni, en þá hafði Bruno líka skrifað honum. Í milli­ tíðinni hafði ég sótt um sendikennara­ stöðu í Björgvin í Noregi. Eftir að annar maður, Magnús Stefánsson, varð fyrir valinu, ákvað ég að þiggja stöðuna í Greifswald og starfaði þar þrjú misseri frá október 1961 til ársloka 1962.“ Ég bið lesandann að lesa vandlega orð mín og frásögn Árna og svara spurn­ ingunni: Hvar er villan? Árni leiðréttir hér ekki neitt, heldur bætir við viðbót­ arupplýsingum um sjálfan sig. En bók mín var ekki um ævi hans, heldur um íslenska kommúnista og tengsl þeirra við hina alþjóðlegu kommúnistahreyf­ ingu. „Stasi-ævintýri“ Árna Þriðja dæmi Árna eru þessi orð mín: „Tók Árni samstarfi við Stasi líklega í fyrstu að sögn Guðmundar [Ágústsson­ ar], en hafnaði boðinu, eftir að ljóstrað var snemma árs 1963 upp um tilraunir starfsmanna sendiráðs Ráðstjórnarríkj­ anna í Reykjavík til að fá íslenska sósíal­ ista til njósna.“ Við þetta gerir Árni þessa athuga­ semd: „Ég hef margsinnis greint frá „Stasi­ævintýri“ mínu, fyrst í morgun­ útvarpi hjá Páli Heiðari Jónssyni vetur­ inn 1980–81 og seinast í tímaritinu Þjóðmálum, 4. hefti 2006, s. 28–32. Þar má glöggt sjá að ekki er heil brú í atburðalýsingu Hannesar.“ Stasi­menn skrifuðu skýrslur um samtöl sín við Árna Björnsson, og hefur efni úr þeim birst opinberlega. Sam­ kvæmt skýrslu frá 6. maí 1963 hafði Árni „lýst sig í grundvallaratriðum reiðubúinn að miðla upplýsingum“ til Stasi um Freie Universität, þar sem hann kenndi, og um starfsemi sína að öðru leyti. Í því samtali sagði Árni Stasi­ mönnum, að Vestur­Þjóðverjar hefðu varað sig við njósnaumleitunum. Sam­ kvæmt skýrslu frá 20. desember 1963 endurtók Árni, að hann hefði verið var­ aður við. Hann sagði, að njósnir fyrir Stasi gætu spillt fyrir sér og flokki sínum. Nýlegar tilraunir starfsmanna sendiráðs Ráðstjórnarríkjanna í Reykja­ vík til að fá íslenska sósíalista til njósna hefðu „skaðað álit Ráðstjórnarríkjanna og komið félögum Sósíalistaflokksins gjörsamlega í opna skjöldu“. Samkvæmt skýrslu frá 20. nóvember 1964 hafði Árni lofað Stasi­mönnum að velta því fyrir sér, hvort hann gæti gerst upp­ ljóstrari fyrir þá, en ekkert orðið úr því. Árni Björnsson hefur hvergi vísað þessum atriðum efnislega á bug, þótt hann hafi við ýmis tækifæri prjónað við þau skýringar um eigið hugarvíl. Vand­ séð er og, hvers vegna Stasi­menn hefðu átt að skálda eitthvað upp um samtöl sín við Árna, því að þá hefðu þeir sett sjálfa sig í hættu gagnvart yfirmönnum sínum. Orð mín standa óhögguð: Árni tók samstarfi við Stasi líklega í fyrstu, en ein ástæðan til þess, að hann treysti sér ekki til að gerast uppljóstrari, var væntanlega sú, sem hann sagði sjálfur Stasi­mönnum, að komist hafði snemma árs 1963 upp um tilraunir ráðstjórnar­ manna til njósna í Reykjavík. Einmitt þess vegna höfðu viðvaranir Vestur­ Þjóðverja áhrif á hann, eins og Stasi­ menn töldu bersýnilega samkvæmt skjölum sínum. Hvers vegna sneri Stasi sér til Árna Björnssonar í upphafi og reyndi síðan að gera hann að uppljóstrara? Var það ekki vegna þess, að hann hafði látið líklega um það við Guðmund Ágústsson, sem
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.