Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Page 130

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Page 130
Á d r e p u r 130 TMM 2012 · 2 síðar varð raunar áhrifamaður í Alþýðu­ bandalaginu og formaður flokksfélags­ ins í Reykjavík? Vekja verður athygli á því, að Árni þagði áratugum saman um hvort tveggja, að Guðmundur hefði verið flugumaður Stasi og að reynt hefði verið að fá hann sjálfan til njósna fyrir erlent ríki. Minntist hann ekki á hið síð­ ara opinberlega fyrr en í útvarpsþætti árið 1980. En Árni þagði ekki aðeins, heldur varði jafnvel Berlínarmúrinn á fundum, eins og ég vík að síðar. Fjórða dæmið eru eftirfarandi orð, sem Árni hefur eftir mér: „Miðstjórn austur­þýska flokksins veitti aftur íslenskum námsmönnum fjárstyrk og fararleyfi til Hamborgar fyrir bæjar­ og sveitarstjórnarkosningar 1962. Þá voru […] þau Árni Björnsson og Vilborg Harðardóttir í Greifswald.“ Síðan segir Árni: „Við Vilborg fórum til Kaup­ mannahafnar að kjósa og greiddum ferðina sjálf, enda vorum við ekki náms­ menn.“ Á þetta að vera leiðrétting? Hér breytir Árni merkingu með því að fella út texta. Í heild sinni hljóðar þessi texti svo: „Þá voru íslenskir kjósendur í Aust­ ur­Þýskalandi taldir nítján, flestir í Leipzig, þar á meðal Franz Adolf Gísla­ son, Ingimar Jónsson og Hjörleifur Guttormsson. Guðmundur Ágústsson var þá í Berlín og þau Árni Björnsson og Vilborg Harðardóttir í Greifswald.“ Ég fullyrti ekkert um, að þau Árni og Vilborg hefðu þegið styrk af austur­ þýsku stjórninni til að fara að kjósa í Hamborg, heldur taldi ég upp þá íslensku kjósendur í Austur­Þýskalandi, sem Sósíalistaflokkurinn vissi um. En vissulega er það saga til næsta bæjar, að nokkrir íslenskir stúdentar hafi tekið við fjárstyrk frá erlendu einræðisríki til að kjósa í kosningum á Íslandi. „Góðar“ greinar um Berlínarmúrinn Fimmta „villan“ eru þessi orð mín um SÍA, Sósíalistafélag Íslendinga austan­ tjalds: „Framhaldsstofnfundur var hald­ inn í Reykjavík 2.–3. ágúst 1958. Á meðal þeirra, sem störfuðu eitthvað í SÍA næstu ár voru […] Árni Björnsson, Vilborg Harðardóttir, Ólafur Hanni­ balsson og Þorgeir Þorgeirsson í Tékkó­ slóvakíu.“ Þetta „leiðréttir“ Árni svo: „Við Vilborg fluttumst heim frá Tékkó­ slóvakíu haustið 1957.“ Þau Árni og Vilborg störfuðu líklega ekki í SÍA, á meðan þau dvöldust í Tékkóslóvakíu 1956–1957, þótt samtökin væru þá að myndast í Austur­Þýska­ landi. Hér er hins vegar aðalatriðið, að þau höfðu verið í Tékkóslóvakíu. Sam­ kvæmt reglum SÍA gátu menn orðið félagar, hefðu þeir stundað nám í ein­ hverju austantjaldslandanna. Þau hjónin störfuðu bæði í SÍA. Þau eru til dæmis bæði skráð í Íslandsdeild SÍA í skýrslu um 18. þing Æskulýðsfylkingarinnar 1959. Árni Björnsson sótti einnig aðalfund SÍA í Austur­Þýskalandi 28. desember 1961. Kommúnistastjórnin þar hafði skömmu áður reist Berlínarmúrinn og Guðmundur Ágústsson skrifað í Þjóð- viljann greinar því til stuðnings. Árni sagði samkvæmt fundargerð (sem er eitt af SÍA­skjölunum), að greinar Guð­ mundar hefðu um sumt verið barnaleg­ ar, til dæmis það, að vöruframboð hefði aukist í Austur­Þýskalandi, eftir að múrinn reis, en greinarnar hefðu engu að síður verið „góðar og heppilegar“. Fróðlegt er einnig í þessu viðfangi að lesa það, sem þáverandi kona Árna, Vil­ borg Harðardóttir, sagði miklu síðar, í viðtali við Þjóðviljann 25. október 1983: „[V]ið SÍA­fólkið, sem verið höfðum lengri eða skemmri tíma í Austur­Evr­ ópu og höfðum orðið fyrir miklum von­
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.