Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Page 135

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Page 135
TMM 2012 · 2 135 Sigríður Albertsdóttir „Skáldskapur er ofsafengin leit að sannleikanum“ Sigurður Pálsson: Bernskubók. JPV útgáfa 2011 Leit, angist, framandleiki, útskúfun, sársauki, ráf og órói eru sterk leiðarstef í fyrstu ljóðabókum Sigurðar Pálssonar en eftir því sem bókunum fjölgar verða fögnuður og fegurð fyrirferðarmeiri. Angistin og lífsháskinn víkja hægt og sígandi fyrir óþrjótandi lífsgleði og æðruleysi. Þar með er ekki sagt að skáldinu hafi tekist að kremja þær syst­ ur angist og einsemd endanlega undir hælnum, þær gægjast vissulega fram en í öðrum litum og af minni ofsa en hjá ungskáldinu. Meginþemun í höfundarverki Sigurð­ ar er hins vegar leit og hreyfing. Í ljóða­ bálkinum „Á hringvegi ljóðsins“ úr ljóðabókinni Ljóð vega menn frá árinu 1980 er lesandi beinlínis hvattur til þess að skella sér út á ljóðvegina í leit að orðum og merkingu en orðaleitin felst í því að ná dýpri og nánari tengingu við tungumál, umhverfi, náttúru og innsta kjarna mannlegrar tilveru. Sú eirðar­ lausa leit birtist ótvírætt í Ljóð vega menn og gengur aftur í öllum ljóðabók­ um Sigurðar í ótal myndum. Í óbirtu viðtali sem ég tók við Sigurð segir hann að leitin sé „næstum því eins og sam­ nefnari fyrir lífskraftinn, aflið sem knýr mann áfram, kemur af stað ferðalagi í öllum skilningi á hverjum degi. Leit er spurning, lifandi spurning, knúin áfram af forvitni og lífsgleði.“ Og leitin heldur áfram í minnisbók­ um Sigurðar Pálssonar, Minnisbók frá árinu 2007 og Bernskubók sem hér verður aðallega fjallað um. Þar segir höfundur í upphafi: „Skáldskapur er að mínu viti ekki uppspuni, hvað þá lygar, skáldskapur er ofsafengin leit að sann­ leikanum. Sannleika persóna, sannleika kringumstæðna, sannleika tungumáls­ ins. Skáld sem standa undir nafni reyna alltaf að segja sannleikann en stundum trúir honum enginn.“ (13) Rétt er það að skáldskapur er ávallt leit að sannleikanum og í flestum bókum finna lesendur sinn eigin sann­ leika. Hvort höfundur höndlar sinn eigin sannleika getur lesandi aldrei vitað en ljóst má vera að í báðum minnisbókum sínum reynir höfundur að komast eins nálægt sannleikanum og mögulegt er. Báðar bækurnar fjalla um löngu liðinn tíma og því má leiða að því líkum að eitthvað kunni að hafa skolast til í minn­ ingunni en bækurnar fjalla ekki síður um sjálft minnið og minningarnar. Öll upprifjun á liðnum tíma er skáld­ skapur, fortíðin verður aldrei endur­ sköpuð að fullu. Ég tel þó að Sigurður haldi sig ansi nærri sannleikanum, því að hann var sem barn og fram á ung­ lingsár haldinn ástríðufullri skrásetn­ ingaráráttu sem minnir óneitanlega á frænda hans Þórberg Þórðarson. Þessi árátta kemur glöggt fram í Bernskubók en hann skrásetti allt sem hugsast gat; hélt Veðrabók og Ærbók með alls kyns upplýsingum og tilraunir hans til þess að halda Heyskaparannál eitt sumarið eru óborganlega fyndnar enda fór ann­ D ó m a r u m b æ k u r
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.