Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Síða 137

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Síða 137
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2012 · 2 137 póstherbergið eða önnur gestaherbergi, heimilismaður tímabundið eða gestur: vinnukona, organisti, nemandi, kaupa­ kona, frænka, puttaferðalangur … (17) Heimili Sigurðar var ekki bara prestset­ ur og sveitabýli heldur jafnframt sam­ skiptamiðstöð. Símstöð, pósthús, kirkja, skóli, félagsmiðstöð og svo framvegis. (18) Ekki er ólíklegt að að þessi marg­ víslegu samskipti sveitadrengsins við fólk af ólíkum uppruna hafi auðveldað honum síðar meir að fara ungur utan til náms. Hugsanlega hefur sú mikla upp­ örvun sem hann fékk í uppvextinum einnig haft sitt að segja. Hann naut ekki formlegrar skólagöngu fyrr en hann fór í landspróf til Reykjavíkur. Fram að því sáu foreldrar hans um menntun hans að mestu leyti. Umhverfið sem Sigurður lýsir af stakri nákvæmni, hlýtur einnig að hafa haft sín áhrif á einbeitni hans, þegar hann barðist áfram við að lifa af á sínum fyrstu Frakklandsárum. Á Skinnastað ólst hann upp við aga en jafnframt ákveðið frjálsræði sem gerði honum stundum kleift að láta sig hverfa, leggjast á leiði í kirkjugarðinum og láta sig dreyma. Hann valdi sér uppáhalds­ legstein, lúinn og gamlan, og hann vissi ekki fyrr en löngu síðar að þetta var leg­ staður Guðnýjar frá Klömbrum, skáld­ konunnar sem lést aðeins 32 ára gömul. Talið er að hún hafi sprungið úr ástar­ harmi og síðar orti Sigurður um skáld­ konuna einkar fagurt ljóð. (151–153) En þrátt fyrir mikinn gestagang, jafnt fyrirmanna sem puttalinga, lýsir Sigurð­ ur heimilinu sem einstökum griðastað. „Eldhús er hjarta hvers heimilis“ (19) og þar átti Sigurður tvo bakhjarla; eldavél og kött. Fékk hlýju frá þeim báðum þar sem hann skrifaði, borðaði, las og lærði. Fékk svo útrás þess á milli í skrásetn­ ingarþörf sem yfirleitt varð endaslepp! Í Bernskubók lifnar á síðunum veröld sem var. Ekki voru þá til staðar öll þau nútímaþægindi sem við þekkjum nú. Sigurður gerir góða grein fyrir öllu því góða fólki sem tengdist Skinnastað á einn eða annan hátt. Hann segir frá kennileitum náttúrunnar, nöfnum fólksins á næstu bæjum og hann man meira að segja nöfnin á kindunum, en þau skráði hann náttúrlega kyrfilega niður á sínum tíma. Í Bernskubók grefur Sigurður Pálsson eftir æsku sinni og hvað er satt og hvað „logið“ í frásögninni skiptir í sjálfu sér ekki máli. Hin „ofsafengna leit að sann­ leikanum“ skilar lesandanum dásam­ legu endurliti til fortíðar sem einu sinni var og kemur aldrei aftur. En sagan segir jafnframt af barni í leit að kjarna sjálfs síns og þær lýsingar eru unaðsleg­ ar; stundum átakanlegar því sem yngsta barn þarf Sigurður ávallt að reyna sitt besta til að vera samþykktur inn í hóp­ inn. Í bókinni koma fram margar fyndnar senur, t.d. þegar Sigurður þarf að bjarga sér á trylltum flótta undan mannýgum geithafri (185–188). En fyrst og síðast er sagan einstaklega ljóðræn. Öllu er lýst á ljóðrænan hátt; mönnum, dýrum og umhverfi og segja má að Bernskubók sé eitt allsherjar ljóðasafn skrifað af einu bestu ljóðskáldi 20. aldar á Íslandi. Allt raðast saman á endanum og úr verður „ævisaga“ margra, skáldskapur og ævisaga í senn, eins konar skáld­ ævisaga. Sigurður Pálsson kemur þeim sannleika að í báðum sínum minnisbók­ um því að minnið bregst stöku sinnum og þá tekur skáldskapurinn við. Í minn­ isbókunum sýnir Sigurður okkur tím­ ana tvenna, sveitadrenginn og heims­ manninn. Í Minnisbók er ungur maður að reyna að finna fótum sínum forráð með tilheyrandi tryllingi og angist sem fylgir því að reyna að finna sig í fram­ andlegu stórborgarumhverfi og rótgró­
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.