Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Page 141

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Page 141
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2012 · 2 141 ur og dugandi karlmanns sem býr fjöl­ skyldu sinni öruggt umhverfi og hefur ótvírætt vald yfir aðstæðum sínum (sjá t.d. bls. 111 og áfram). Jón Yngvi greinir þetta ferli meðal annars í Fjallkirkjunni og ályktar: „Smám saman fylla þeir Gunnar og Uggi út í mynd þess borgara­ lega karlmanns sem er lokatakmark þeirra að verða“ (119). Þá má einnig tengja kynjafræðilegt sjónarhorn við þá ábendingu Jóns Yngva að það sé ekki aðeins móðurmissirinn sem hafi afger­ andi áhrif á Gunnar og verk hans, heldur megi einnig sjá að föðurmissir – í óeigin legum skilningi þó – spili þar ekki síðra hlutverk. Ef við lesum Fjallkirkj- una sem sjálfsævisögulegan texta Gunn­ ars (og flest rök hníga að því að það sé gert) má sjá að faðirinn bregst syni sínum á ögurstundu. Í Fjallkirkjunni kemur faðirinn ekki sjálfur til að færa Ugga tíðindi af andláti móðurinnar og það fyrsta sem barnið lætur út úr sér er setningin: „Af hverju kom ekki pabbi?“ Jón Yngvi túlkar þessa setningu sem lyk­ ilsetningu í Fjallkirkjunni allri og segir hana „lýsa tilfinningum Gunnars til föður síns jafn vel og Ugga“ (30). Þá kann sú staðreynd að faðir Gunnars gifti sig aftur áður en ár var liðið frá andláti móðurinnar að hafa magnað upp til­ finningu sonarins fyrir svikum föður­ ins. Jón Yngvi bendir á að feðgasambönd eru í brennidepli í mörgum verka Gunn­ ars og í þeim má finna marga feður sem bregðast og búa yfir eyðingarafli og oftar en einu sinni fléttast „kynlíf, frjósemi og dauði“ saman í þessu sagnaminni (31). Jón Yngvi rekur dæmi um þetta sagna­ mynstur í skáldverkum Gunnars og eru túlkanir hans gott dæmi um það hvernig nýtt sjónarhorn – í þessu tilviki það kynjafræðilega – getur opnað fyrir nýjan skilning á gömlum textum. Annað fræðilegt samhengi sem nýtist Jóni Yngva vel í rannsókn hans á Gunn­ ari Gunnarssyni og verkum hans er hin svonefndu síðnýlendufræði (postcolonial studies). Þegar staða nýlenduhöfunda innan bókmenntakerfis herraþjóðarinn­ ar er skoðuð út frá slíku sjónarhorni er kastljósinu til að mynda beint að viðtök­ um einstakra verka og rýnt í þá orðræðu sem birtist í ritdómum og annarri umfjöllun um þau. Jón Yngvi gerir ein­ mitt þetta, hann greinir viðtökur á verk­ um Gunnars í Danmörku og dregur margt skoplegt fram í dagsljósið. Hann sýnir fram á að nýlenduhugsunarháttur setji sterkan svip á alla umfjöllun um íslensk­dönsku höfundanna og ritdómar danskra gagnrýnenda um verk Gunnars og annarra Íslendinga séu „gegnsýrðir af hugmyndafræði um þjóðerni og sér­ kenni þjóða“ (195). Þetta er mjög athygl­ isverð umræða og það sama má segja um umræðuna um viðtökur hinna „dönsku“ verka Gunnars á Íslandi. Þar var ekki spurt hvort Gunnar væri góður höfundur heldur hvort hann væri góður Íslendingur og urðu þær pælingar oft á tíðum mjög óvægnar og ósanngjarnar; í augum sumra jafngilti það föðurlands­ svikum að skrifa á dönsku (sjá t.d. bls. 182 og áfram). Jón Yngvi telur að nýlenduhugsunarhátturinn eigi líklega mesta sök á því að verk Gunnars féllu í gleymsku í Danmörku: Í tilfelli dansk­íslensku höfundanna verður þessi lestur algerlega ráðandi og þótt það hafi sjálfsagt komið Gunn­ ari, Jóhanni, Kamban og fleirum til góða, sérstaklega í upphafi ferilsins, að vera álitir spennandi og villtir í krafti þjóðernis síns, þá stóð það Gunnari alveg örugglega fyrir þrifum þegar á leið og er líklega ein meginástæða þess að hann er nú fullkomlega gleymdur í danskri bókmenntasögu. (196) Skrif Jóns Yngva um viðtökur og orð­ ræðu danskra gagnrýnenda um verk íslensk­dönsku höfundanna er oft
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.