Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Síða 5

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Síða 5
G e t u r þ ú s t a ð i ð í v e g i f y r i r f r a m f ö r u m ? TMM 2013 · 1 5 trúarlegum hætti, sem leiðarinnar að fullkomnun, stígsins til fyrirheitna landsins – jafnvel fullkomnunarinnar sjálfrar. Tuggur hinna kviksettu „Þú getur ekki staðið í vegi fyrir framförum.“ Þessi margtuggna klisja gnæfði síðastliðið haust stórum stöfum yfir inngangi Nýlistasafnsins í Reykjavík. Formuð líkt og hið illræmda skilti, sem kaldhæðnislega boðaði íbúum Auschwitz fangabúðanna frelsunarmátt vinnunnar, vörðuðu orðin innganginn að samnefndri sýningu Angeli Novi – samstarfsverkefni Stein- unnar Gunnlaugsdóttur og Ólafs Páls Sigurðssonar – sem stóð yfir í safninu frá lokum september til byrjunar desember síðasta árs. Kjarni sýningarinnar var samnefnd kvikmynd sem að hluta var tekin upp í Grikklandi og á Íslandi á síðasta ári, að öðrum hluta samansett úr myndefni frá ýmsum ljósmynda- og kvikmyndasöfnum. Í forgrunni myndarinnar eru tveir til þrír einstaklingar í senn, kviksettir í sandi svo höfuðin ein standa upp úr. Ófærir um sjálfstæða hreyfingu tyggja þeir á milli sín eða skiptast á að gleypa ofan í sig og gubba út úr sér hvítum silkiborðum sem á eru ritaðar ýmsar klisjur og kreddur vestræns samfélags: Betra er illt yfirvald en ekkert. Anarkí er æðsta syndin. Hinir hæfustu lifa af. Vinnan göfgar manninn. Lengi tekur sjórinn við. Ég elska þig. Stétt með stétt. Öll í sama báti. Allir menn eru fæddir jafnir. Allir eru jafnir fyrir lögum. Með lögum skal land byggja. Einnig tyggja þeir orð og hugtök sem álitin eru grunngildi og leiðarstef þessa sama samfélags: tjáningarfrelsi, réttindi, lög og regla, svo nokkur séu nefnd. Loks halda þeir á milli sín nokkrum pörum tvíhyggjunnar sem stöðugt leitast við að einfalda heiminn og tilveru mannsins – skipta flækjum og átökum hans við sjálfan sig og aðra upp í andstæðar fylkingar góðs og ills, líkama og sálar, hins rétta og hins ranga, orsaka og afleiðinga. Annaðhvort eða. Að baki hinna kviksettu flæða myndir sem sýna, í bland við slurk af svörtum húmor, dökka mynd af vestrænni siðmenningu. Margbreytilegar birtingarmyndir kapítalisma, stríðsreksturs, nýlendustefnu, iðnvæðingar, þjóðerniskenndar, trúarbragða, tvíhyggju og línulegrar hugsunar vestrænnar menningar, kallast á við frasana og afhjúpa merkingu þeirra og hlut- verk. Saman varpa myndirnar, frasarnir og kviksettir líkamarnir þannig upp mynd af ófrjálsri og (bókstaflega) kviksettri stöðu einstaklingsins í samfélaginu – „varpa ljósi á persónulega upplifun á lífi undir kapítalisma“, svo orð Jóns Proppé séu fengin að láni.4 Í grafhvelfingu í anddyri safnsins héngu silkiborðarnir úr myndinni, nú vafðir á jarðarfararkrans sem gnæfði yfir lítilli vöggulaga líkkistu sem út úr stóð snuð. Upp úr svörtum sandi sem kistan stóð á gægðust höfuð tveggja barna sem á milli munna sinna héldu uppi enn einum frasanum:
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.