Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Síða 9

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Síða 9
G e t u r þ ú s t a ð i ð í v e g i f y r i r f r a m f ö r u m ? TMM 2013 · 1 9 Obama komst að orði þegar hann tilkynnti að þotunni yrði flogið í fyrsta sinn á alþjóðlegum degi jarðarinnar.12 Og til að svekkja þá sem nú standa æstir upp og halda því fram að staða framleiðandans sé hlutlaus, óháð notkun kaupandans, eru eyðileggjandi áhrif álframleiðslunnar miklu dýpri og víðtækari. Þau ná langt út fyrir vængjaþyt orrustuflugvélanna og hefjast löngu áður en sprengjan lendir á skotmarki sínu. Menningarlegt þjóðarmorð Það flytur okkur til Indlands þar sem tröllaukin iðnvæðing á sér nú stað í nafni framfara. Og þó að hún færi vissulega byr undir báða hagvaxtarvængi indverska ríkisins og þyngi um leið fjársekki yfirþjóðlegra málmafyrirtækja, hefur hún á sama tíma slík áhrif á samfélög frumbyggja að fölsun væri að kalla það annað en menningarlegt þjóðarmorð. Í þágu námugraftar og byggingar hverrar verksmiðjunnar á fætur annarri, er fólk flutt með valdi af búsvæðum sínum og þar með kippt úr félagslegu samhengi sínu – láréttum samfélagsstrúktúrum reistum á hugmyndum sem ekki rúmast innan hins lóðrétt skipulagða, iðnvædda, vestræna kapítalisma. Það er rekið burt úr lífi sínu og flutt nauðungarflutningum inn í stórborgir þar sem hlutskipti þess umsnýst á svipstundu. Skyndilega er það statt á botni stigveldis sem stuttu áður átti hvorki sæti í hugsun þess né efnislegum veruleika. „Þjóðarmorð þýðir að drepa (caedo á latínu) fólk, kynstofn eða þjóðflokk (genus),“ útskýra Felix Padel og Samarendra Das: Við athugun á því sem fólst í þjóðarmorðunum á ættbálkum Ameríku, er augljóst að morðin voru á tveimur stigum: útrýming á einstaklingum og menningu. Frásagnir frá þessum tímum herma að innfæddir íbúar Ameríku vildu margir frekar deyja en að lifa af án lands og menningar. Stefna Bandaríkjanna frá og með síðari hluta nítjándu aldar var að taka yfir umráðasvæði ættbálkanna og koma eftirlifandi með- limum þeirra fyrir á verndarsvæðum þar sem þeir gátu ekki lengur framfleytt sér sjálfir.13 Til viðbótar við uppbrot og eyðingu samfélagsstrúktúra felst menningarlegt þjóðarmorð í því hvernig skaðleg umhverfisáhrif verkefna sem unnin eru í nafni framfara – báxítgröftur og álvinnsla í tilfelli Kond-ættbálkanna sem Padel og Das starfa með og fjalla um í skrifum sínum – eru af slíkri stærðar- gráðu að heilu landsvæðin þurrkast upp og verða fullkomlega óræktanleg í komandi framtíð. Fótunum er þannig gjörsamlega kippt undan frumbyggj- unum sem þýðir að: Frá sjónarhóli frumbyggja ættu öll þessi verkefni líklega að heita nauðungarflutn- ingar – orðið framfarir virkar sem yfirvarp og stangast á við reynslu þeirra. Stærstur hluti hins ritaða máls [um verkefnin] bætir gráu ofan í svart með því að smækka fólk niður í „þá sem bolað hefur verið í burtu“ og sársauka þess niður í greiningu sem
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.