Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Síða 11

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Síða 11
G e t u r þ ú s t a ð i ð í v e g i f y r i r f r a m f ö r u m ? TMM 2013 · 1 11 yrða að þó „tæknivæðing hafi gert afmarkaða stétt óþarfa“ hafi það samt sem áður verið „samfélagslega hagkvæmt að auka afköst“, og því hafi and- staða lúddítanna verið óréttlætanleg, þá tala þeir tungumál menningarlegs þjóðarmorðs. Frekja framfaragoðsagnarinnar krefst þess að lifnaðar- og starfshættir allra færist í einsleitt form, hagkvæmt framleiðslukerfinu. Standi einhverjir í vegi fyrir þeirri þróun má byrja á að lofa þeim kaupauka, bættum lífsgæðum í formi menntunar, lesskilnings, rafmagnstækja, íþrótta- húsa og heilbrigðisþjónustu – gæðum sem eru öll háð gildismati, eins og von Wright bendir á, og geta því með engu móti talist til framfara. Hafni þetta sama fólk hins vegar mútunum, neiti að láta neyða upp á sig „nútímanum“ og taki jafnvel upp siðferðislega fordæmda valdbeitingu hinna valdalausu – þá má einfaldlega troða því í skó og þaðan í fótspor lúddítanna og gera þannig úr því, eins og rithöfundurinn Kirkpatrick Sale tekur til orða, „táknrænan andstæðing, sem afgreiða má sem bæði árangurslausan og óraunsæjan, hlut- verk sem lúddítarnir voru þvingaðir til að þjóna“.18 Endalok sögunnar og samþykki Bernays Upp úr ösku kalda stríðsins reis enn ein útgáfa kenningarinnar um endalok sögunnar – kenningar sem Hegel, Marx og Alexander Kojève höfðu áður sett fram, hver með sínum hætti.19 Í samhljómi við framfaragoðsögnina gerir eftirkaldastríðsútgáfan, sem runnin er undan rifjum bandaríska hagfræðingsins Francis Fukuyama, út á þá hugmynd að einungis ein leið standi mannkyninu til boða – ein leið byggð á einu tilteknu gildismati og einhliða skilningi á hinu pragmatíska. Lýsti Fukuyama því yfir að í ljósi hruns Sovétríkjanna væri samblanda hins svonefnda frjálslynda lýðræðis Vesturlanda annars vegar og frjálsa markaðar kapítalismans hins vegar, eina pólitíska og efnahagslega hugmyndakerfið sem enn stæði föstum fótum í heiminum. Engin önnur hugmyndakerfi ógni þessum kokteil né komi til með að ógna honum og standa í vegi fyrir útbreiðslu hans um bróðurpart heimsins. Hugmyndafræðilegum átökum sé þar með lokið, engin þörf sé á þeim eftir útför ríkiskommúnismans, en í staðinn taki fyrst og fremst við deilur um ólíkar, tæknilegar útfærslur á framkvæmd þessa eina eftir- standandi hugmyndakerfis.20 Undirstöðum hins frjálslynda lýðræðis hefur Fukuyama lýst í örfáum orðum: Ástand það sem kemur upp við endalok sögunnar er frjálslynt að því leyti að í gegnum lagakerfi viðurkennir það og verndar alhliða rétt mannsins til frelsis, og lýðræðislegt að því leyti að það er einungis til fyrir tilstilli samþykkis þeirra sem er stjórnað.21 Gleymum meintu einstaklingsfrelsi vestrænna samfélaga og horfum á sam- þykkið sem Fukuyama er hugleikið og er í raun límið sem heldur saman kenningu hans og annarra meðvitaðra eða ómeðvitaðra hugmyndafræðinga
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.