Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Qupperneq 12

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Qupperneq 12
S n o r r i Pá l l J ó n s s o n Ú l f h i l d a r s o n 12 TMM 2013 · 1 endaloka sögunnar. Ríkjandi ástand er samkvæmt þessu til komið vegna almenns samþykkis hinna valdalausu, sem það og stendur eða fellur með. Minna er fjallað um hvernig sjálft samþykkið er til komið, í besta falli gert ráð fyrir því svo lengi sem hinir valdalausu hafni ekki beint þessu fyrirkomulagi – sem þeir gætu auðvitað einungis gert með áðurnefndri valdbeitingu hinna valdalausu, ekki er kosið um raunverulega ólík hugmyndakerfi í kjörklef- anum – samþykki þeir það í grundvallaratriðum. Raunveruleikinn er auðvitað flóknari en svo og kallar fram mynd hinna kviksettu, tyggjandi þegna. Margkrýndur faðir almannatengslaiðnaðarins, hinn bandaríski Edward Bernays – sem á afrekaskrá sinni hefur meðal annars að hafa peppað upp almannastuðning við þátttöku Bandaríkjanna í fyrri heimsstyrjöldinni, leikstýrt upphafinu að félagslega samþykktum reykingum kvenna, og gert mögulegt valdaránið í Gvatemala árið 1954 sem stutt var af Bandaríkjastjórn og CIA22 – setti fram nokkuð góða útskýringu á tilurð og viðhaldi slíks samþykkisis strax í fyrstu málsgrein bókar sinnar, Propaganda, sem birtist fyrst á prenti árið 1928 og hefur enn þann dag í dag sess heilagrar ritningar almannatenglanna: Meðvituð og skynsamleg hagræðing á skipulögðum venjum og skoðunum fjöldans er nauðsynlegur þáttur í lýðræðissamfélagi. Þeir sem stjórna þessu óséða gangverki samfélagsins mynda hið ósýnilega stjórnvald sem er hið raunverulega stjórnvald lands okkar.23 Almennt er auðvitað litið svo á að hver og einn samfélagsþegn taki upplýsta ákvörðun um pólitískar skoðanir sínar og neysluvenjur, ákvörðun sem tekur helst á sig mynd í kjörklefanum og versluninni. En Bernays segir að þar sem við núverandi samfélagsskipulag sé ómögulegt fyrir nokkurn mann að mynda sér upplýsta afstöðu til allra þeirra mála sem honum eru viðkomandi, hafi samfélagið „samþykkt að takmarka valkosti sína við hugmyndir og hluti sem athyglin beinist að með hjálp áróðurs af öllum gerðum“.24 Og hvers vegna er þá ákvarðanatakan ekki færð í hendur örfárra gáfu- manna sem valið gætu þau kerfi, hugmyndir og vörur sem móta eiga sam- félagið og stjórna þróun þess? Hvers vegna ekki frekar að búa við menntað einveldi? Því samkvæmt Bernays hefur frjáls samkeppni orðið fyrir valinu og því hafi „samfélagið samþykkt að leyfa frjálsri samkeppni að vera skipulögð með forystu og áróðri“. Með öðrum orðum hefur samfélagið samþykkt að láta hið ósýnilega stjórnvald skapa samþykki sitt á hugmyndum, kerfum og vörum. Samþykkt að gangast undir hulið kennivald þeirra sem skapa áróðurinn. Og sé greining Bernays ekki gloppótt hefur fyrrgreinda sam- þykkið orðið til líkt og hið síðarnefnda, í gegnum hugmynd sem komið er fyrir með áróðri og samfélagið sjálft japlar svo á henni til sigurs og við- halds. Þegar pólitíkusar og álitsgjafar umorða Altúngu Voltaires og fullyrða að þó að kerfið sem við búum við í dag – fukuyamískar bólfarir hins svonefnda
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.