Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Page 14

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Page 14
S n o r r i Pá l l J ó n s s o n Ú l f h i l d a r s o n 14 TMM 2013 · 1 að viðhalda þeim lífsháttum og menningu sem háð er stórkostlegri ágengni mannsins gagnvart náttúru, „óæðra“ fólki og „frumstæðri“ menningu; heldur einfaldlega hvar og hvernig best er að halda vélinni gangandi, séð frá pólitísku, efnahagslegu eða ímyndarlegu sjónarhorni. Með sama hætti hefur baráttan gegn kúgun kvenna að miklu leyti snúist upp í það markmið að koma konum á hæsta þyrlupall þess valdastrúktúrs og efnahagskerfis sem viðheldur þessari sömu kúgun – fullkomlega til marks um þá þversögn sem Žižek eignar koffínlausa veruleikanum, þar sem „fyrirbærið sem olli skað- anum ætti um leið að vera lyfið við honum“.27 Afkóðun tímaskyns, söguskilnings og tungumáls Aftur á Nýlistasafnið þar sem útsýnið úr tímavél Angeli Novi er ekki ein ungis flókið og margslungið, heldur einnig pólaríserað af aldalangri sögu uppbygg- ingar og eyðileggingar, kúgunar og andófs – svo að hvorki smiðir hennar né farþegar gætu nokkurn tíma kallað eftir einföldu(ðu)m, koffínlausum við- brögðum og lausnum við hamförunum sem þeir sjá, skynja og takast á við. Vekur það óhjákvæmilega upp vangaveltur um hvort einhverjar útgönguleiðir séu í raun til staðar. Eða er mannkynið dæmt til eilífrar kviksetningar? Dæmt til að verja tilveru sinni japlandi á frösum um leið og óstöðvandi katastrófan sem engill sögunnar horfir upp á – óréttlætishaugurinn eins og Žižek kallar hana – stækkar áfram inn í eilífðina? Jáyrði við slíku væri auðvitað aum undirgefni við boðbera framfaragoð- sagnarinnar. Nauðbeygð viðurkenning á þeim kjarna hugmyndafræði enda loka sögunnar að aðeins ein og óhjákvæmileg leið standi manninum til boða. Sprenging Kárahnjúkavirkjunar – sem í mynd Angeli Novi er framkölluð með sömu sprengingu og rústaði Dimmugljúfrum vorið 2003 og lék lykil- hlutverk í áróðursherferð forkólfa framkvæmdanna – kallast ekki einungis á við sprengingu Miðkvíslarstíflunnar í Laxá haustið 1970, heldur gengur einnig beint inn í andófshefð sem rússneski anarkistinn Mikhail Bakunin hvatti til með þeim orðum að ástríðan fyrir eyðileggingu sé líka ástríða fyrir sköpun. Ólíkt eyðileggingarmætti framfaragoðsagnarinnar, sem hefur þann megintilgang að vaða óhindruð áfram og ýta úr vegi þeim sem leggja stein í götu hennar, gerir slík eyðilegging ráð fyrir algjörri núllstillingu – úr ösku virkjunarinnar rísi því hvorki vindmyllur, gagnaver né aðrar koffínlausar lausnir. Með myndum af skemmdum og óvirkum klukkum vísa Angeli Novi jafnframt til Júlíbyltingarinnar í Frakklandi árið 1830 og kalla þannig eftir vitund sem náskyld er skapandi eyðileggingu Bakunins og Walter Benjamin skýrði í fimmtándu tesu fyrrnefndrar ritgerðar, Um söguhugtakið:
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.