Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Qupperneq 14
S n o r r i Pá l l J ó n s s o n Ú l f h i l d a r s o n
14 TMM 2013 · 1
að viðhalda þeim lífsháttum og menningu sem háð er stórkostlegri ágengni
mannsins gagnvart náttúru, „óæðra“ fólki og „frumstæðri“ menningu;
heldur einfaldlega hvar og hvernig best er að halda vélinni gangandi, séð frá
pólitísku, efnahagslegu eða ímyndarlegu sjónarhorni. Með sama hætti hefur
baráttan gegn kúgun kvenna að miklu leyti snúist upp í það markmið að
koma konum á hæsta þyrlupall þess valdastrúktúrs og efnahagskerfis sem
viðheldur þessari sömu kúgun – fullkomlega til marks um þá þversögn sem
Žižek eignar koffínlausa veruleikanum, þar sem „fyrirbærið sem olli skað-
anum ætti um leið að vera lyfið við honum“.27
Afkóðun tímaskyns, söguskilnings og tungumáls
Aftur á Nýlistasafnið þar sem útsýnið úr tímavél Angeli Novi er ekki ein ungis
flókið og margslungið, heldur einnig pólaríserað af aldalangri sögu uppbygg-
ingar og eyðileggingar, kúgunar og andófs – svo að hvorki smiðir hennar né
farþegar gætu nokkurn tíma kallað eftir einföldu(ðu)m, koffínlausum við-
brögðum og lausnum við hamförunum sem þeir sjá, skynja og takast á við.
Vekur það óhjákvæmilega upp vangaveltur um hvort einhverjar útgönguleiðir
séu í raun til staðar. Eða er mannkynið dæmt til eilífrar kviksetningar? Dæmt
til að verja tilveru sinni japlandi á frösum um leið og óstöðvandi katastrófan
sem engill sögunnar horfir upp á – óréttlætishaugurinn eins og Žižek kallar
hana – stækkar áfram inn í eilífðina?
Jáyrði við slíku væri auðvitað aum undirgefni við boðbera framfaragoð-
sagnarinnar. Nauðbeygð viðurkenning á þeim kjarna hugmyndafræði
enda loka sögunnar að aðeins ein og óhjákvæmileg leið standi manninum
til boða.
Sprenging Kárahnjúkavirkjunar – sem í mynd Angeli Novi er framkölluð
með sömu sprengingu og rústaði Dimmugljúfrum vorið 2003 og lék lykil-
hlutverk í áróðursherferð forkólfa framkvæmdanna – kallast ekki einungis
á við sprengingu Miðkvíslarstíflunnar í Laxá haustið 1970, heldur gengur
einnig beint inn í andófshefð sem rússneski anarkistinn Mikhail Bakunin
hvatti til með þeim orðum að ástríðan fyrir eyðileggingu sé líka ástríða fyrir
sköpun. Ólíkt eyðileggingarmætti framfaragoðsagnarinnar, sem hefur þann
megintilgang að vaða óhindruð áfram og ýta úr vegi þeim sem leggja stein í
götu hennar, gerir slík eyðilegging ráð fyrir algjörri núllstillingu – úr ösku
virkjunarinnar rísi því hvorki vindmyllur, gagnaver né aðrar koffínlausar
lausnir.
Með myndum af skemmdum og óvirkum klukkum vísa Angeli Novi
jafnframt til Júlíbyltingarinnar í Frakklandi árið 1830 og kalla þannig eftir
vitund sem náskyld er skapandi eyðileggingu Bakunins og Walter Benjamin
skýrði í fimmtándu tesu fyrrnefndrar ritgerðar, Um söguhugtakið: