Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Side 20

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Side 20
20 TMM 2013 · 1 Þórarinn Leifsson Síðustu dagar Gúmmí-Tarzans Örlög danska barnabókahöfundarins Ole Lund Kirkegaard Ole Lund Kirkegaard var einn af merkustu barnabókahöfundum Dana. Gagnrýnendur hlóðu hann lofi frá fyrsta degi og bækur hans seldust í millj- ónum eintaka. Þær hafa verið þýddar á u.þ.b. þrjátíu tungumál en meðal Íslendinga er Gúmmí-Tarzan langþekktust. Höfundarverkið varð ekki stórt, sjö stuttar skáldsögur og slatti af handritum fyrir barnasjónvarp, en allt varð það til á örfáum árum, eða frá því að Ole var uppgötvaður í smásagnasam- keppni 1966 og þar til hann lést á hörmulegan hátt tólf árum síðar. Örlög Ole Lund Kirkegaard voru að mörgu leyti tragíkómísk. Barnabóka- höfundur sem fór í hundana á örfáum árum, líkt og rokkstjarna, á meðan fjölmiðlar héldu dauðahaldi í ímyndina um grandvara barnakennarann með Sherlock Holmes-pípuna. Eftirá urðu margir til að spyrja sig hvernig maður sem elskaði lífið jafn innilega og Ole Lund Kirkegaard gat misst tökin á því jafn gjörsamlega og raun bar vitni. Ég ólst upp í Kaupmannahöfn á þeim árum þegar stjarna Ole Lund Kirkegaard skein hvað skærast. Þetta var tími Kristjaníu, Glistrups og Gasólín. Kynin runnu saman í eitt og engin leið að þekkja stelpur og stráka í sundur í skól- anum. Þetta var einnig tími róttækni og pólitískrar rétthugsunar með öllum þeim kostum og göllum sem því fylgdu. Ég var einlægur aðdáandi Ole Lund í barnaskóla en það er fleira sem tengdi okkur saman. Við áttum til dæmis sama afmælisdag. Ole fæddist 29. júlí 1940. Hann ólst upp í Skanderborg á Jótlandi á venjulegu borgaralegu heimili. Mamman vann heima og pabbinn rak litla tann- læknastofu sem úreltist smám saman því hann var nokkuð drykkfelldur. Þess utan var mikil áfengismenning í fjölskyldunni, hvert tækifæri notað til að skála og vín ávallt á boðstólum fyrir gesti og gangandi. Þrátt fyrir skugga áfengisneyslu átti Ole yndislega æsku þar sem hann, bróðir hans og aðrir félagar léku lausum hala í sveitasælunni. Æskuárin voru augljós uppspretta sagna um baldna drengi sem skutu upp kollinum í bókum hans seinna meir.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.