Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Qupperneq 21

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Qupperneq 21
S í ð u s t u d a g a r G ú m m í -Ta r z a n s TMM 2013 · 1 21 Í grunnskóla átti Ole nokkuð erfitt uppdráttar, eins og landi hans H.C. Andersen, enda hálfpartinn orðblindur og lélegur í stafsetningu. Þetta virðist þó ekki hafa háð honum að ráði því nokkrum árum síðar var hann búinn að skrá sig í framhaldsskóla í Árósum. Á meðal skólafélaganna þar þótti Ole snjall og uppátækjasamur. Hann myndskreytti skólablaðið Parnas með dúkristum í anda Picassos og skrifaði absúrdleikrit sem hann lék í sjálfur ásamt vini sínum Ulf Pilgaard, sem varð seinna þekktur leikari í Danmörku. Íslendingar hafa séð honum bregða fyrir á skjánum stöku sinnum, núna síðast sem herra Króna í Borgen vorið 2012. Í vinahópi Ole sveif andi bítnikka yfir vötnum, klíkan setti djass á fóninn og las Hemingway og James Joyce spjaldanna á milli. Orð og myndir áttu að flæða ósjálfrátt úr vitundinni og listamenn að fórna sér algjörlega fyrir listina: lifa hátt, deyja ungir. Ole teiknaði og málaði eins og hann ætti lífið að leysa. Myndefnið var oft spænskir stríðshanar í kúbískum stíl eða flöskur á borði. Stærsti áhrifavaldurinn var Picasso og því engin tilviljun að leiðin lá suður á bóginn þegar Ole lagðist í flakk með einum vina sinna sumarið 1958. Félagarnir ætluðu að þefa uppi staði þar sem Van Gogh, Cézanne og Picasso höfðu lifað lífinu lifandi. Þeir ætluðu á puttanum og í París stóð til að gerast götumálarar en ekki er vitað hvort varð úr því. Ole skráði samvisku- samlega alla fundi við áhugaverða karaktera í dagbókina sína: „Mætti fínum flakkara fæddum í Englandi, það eina sem hann átti voru fötin sem hann var í og pakki af hollensku tóbaki.“ Ferðalagið breyttist í svaðilför þegar ferða- langarnir voru rændir aleigunni í almenningsgarði í París. Þeir fengu far út úr borginni norður á bóginn og komust aftur í álnir í Hollandi þar sem Ole hélt upp á 18 ára afmælið sitt í faðmi fjölskyldu frá Súmötru. Á næstu árum átti Ole eftir að fara í einar þrjár menningarreisur suður til Spánar, þráðbeint í fótspor Hemingways. Hann kunni sögu Hemingways „Og sólin rennur upp“ (The Sun Also Rises, 1926) utanbókar, hún var orðin nokkurs kona biblía unga bítnikkans og fylgdi honum alla tíð. Það var því engin tilviljun að Ole skyldi drífa sig í árlegt nautahlaup á San Fermín- hátíðinni í Pamplona sem er stórhættulegur viðburður þar sem mannýg naut fá að hlaupa tæpan kílómetra um þröngar götur borgarinnar og fífldjarfur almenningur fylgir þeim hluta af leiðinni. Á hverju ári slasast nokkrir eða eru jafnvel reknir í gegn. Ole hljóp vænan spotta áður en hann stökk yfir girðingu í skjól og gat þannig sagt frá því seinna að hann hefði dvalið heilar tvær mínútur í veröld Hemingways – og komist lífs af. Sjómaður – kennari – hermaður – kennari Eftir að Ole útskrifaðist úr framhaldsskóla réð hann sig um borð í fraktara. Nú skyldi siglt um heimsins höf í leit að ævintýrum. Tvítugur stúdentinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.