Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Page 22

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Page 22
Þ ó r a r i n n L e i f s s o n 22 TMM 2013 · 1 komst þó aldrei lengra en að ströndum Suður-Ameríku, sárþjáður af sjóveiki. Í bréfi sem hann skrifaði vini sínum frá Púertó Ríkó undir lok ferðarinnar sagðist Ole örmagna, ekkert kætti hann lengur, hvorki drykkja né félags- skapur gleðikvenna. Sig sárlangaði heim svo þeir gætu farið á fyllerí saman. Þetta var dæmigert bréf frá Ole. Hann sendi vinum sínum oft myndskreytt bréf þar sem hann hvatti þá til drykkju. Stundum stutt skilaboð í sím- skeytastíl: „Til Andrésar frá Ole. Sendu tafarlaust flösku af wiský. Verður að vera komin laugardag. Útskýri betur síðar.“ Ole var sumsé snemma búinn að þróa með sér rónarómantík eins og það er stundum kallað að dást að örlögum glataðra snillinga. Þessa róman- tík hafði hann sumpart fengið með móðurmjólkinni en núna blandaðist hún hugmyndum Hemingways og fleiri samtímamanna um upphafningu vímunnar í nánast trúarlegar hæðir. Víman átti að losa um eitthvað órætt sem leyndist í innsta eðli manneskjunnar. Þess utan átti karlmaður að geta skvett í sig endalausu magni af áfengi. Ole og félagar hans drukku því frá morgni til kvölds hvenær sem tækifæri gafst til. Kvikmyndastjarnan Hump- hrey Bogart hneppti að sér regnfrakkanum, stakk upp í sig filterslausri sígar- ettu og hvæsti: „I don’t trust a man, who doesn’t drink.“ Að loknu misheppnuðu slarki á sjó fór stúdentinn að vinna sem afleys- ingakennari. Reynslan af sjónum hafði opnað augu hans fyrir fleiri mögu- leikum í lífinu. Kannski var ekkert erfiðara að eiga við börn í skólastofu en fúla karla úti á rúmsjó. Auk þess virtist kennaranám auðvelt og fljótlegt, hann nennti ómögulega í langt framhaldsnám. Ole var rétt byrjaður í kenn- aranámi þegar hann var kallaður í herinn sumarið 1963. Hann átti eftir að verja land og þjóð gegn yfirvofandi austur-þýskri innrás í tvö ár. Á þessum árum var Víetnamstríðið enn ekki farið að breyta hugsunarhætti fólks og innan við hundrað skrópagemlingar reyndu að komast undan her- skyldu árlega. Ole var himinlifandi yfir herkvaðningunni. Auðvitað vildi hann gegna herskyldu eins og Hemingway. Herinn fyrir sitt leyti sá strax liðþjálfaefni í hinum ákafa unga kennaranema. Ole gekk svo vel og fékk svo góðar einkunnir að fljótlega var splæst lautinants-titli á drenginn. Gamlir skólafélagar þekktu bítnikkinn Ole varla lengur á götu, snoðaðan í stífpressuðum einkennisbúningi. Kannski var þetta síðasta tilraun Ole til að stramma sig af, bæla niður listrænt eðli og aðra demóna sem leyndust innra með honum. Örfáum árum síðar hafði hann hrist hermennskuna rækilega af sér og var orðinn hippi með hatt og skegg. Og þá var komið að félögum úr hernum að glenna upp augun á mannamótum. Kennarahjón úti á landi Ole Lund Kirkegaard og Anne Lise Bang Clausen giftu sig sumarið 1964 eftir að hafa verið sundur og saman í hálfan áratug. Þegar Ole heillaðist af dökk- hærðri stelpu í menntaskóla óraði hann ekki fyrir að þau ættu eftir að eignast
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.