Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Qupperneq 24

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Qupperneq 24
Þ ó r a r i n n L e i f s s o n 24 TMM 2013 · 1 bókinni um Albert (1968). Reynslan úr hernum nýttist Ole þegar hann læddist aftan að skrópagemlingum úti á víðavangi og lét þá lesa upphátt. Eða klifraði á eftir þeim upp í trén. Umsagnir hans voru skrifaðar af húmor og virðingu fyrir barninu: „Jakob er ekki eins góður við bækurnar sínar og hann ætti að vera.“ Eitt sinn ákvað bekkurinn að kanna hvort hægt væri að ganga rækilega fram af þessum ofurfrjálslynda kennara. Krakkarnir hlóðu borðum og stólum fyrir dyrnar að íbúð hans svo hann kæmist ekki inn í skólaálmuna. Ole lét þetta ekki slá sig út af laginu heldur skreið inn um glugga stofunnar og hélt áfram að kenna eins og ekkert hefði í skorist. Rithöfundur Sumarið 1966 hófst rithöfundarferill Ole Lund Kirkegaard með talsverðum hvelli. Þetta sumar varð þessi skrautlegi yfirkennari í Oue 26 ára gamall, sama dag og sá sem hér skrifar fæddist á Landspítalanum í Reykjavík. Ferillinn hófst þegar Anne Lise kom með þau boð til eiginmanns síns að tveir ábúðarfullir náungar frá „Politiet“ biðu hans í forstofunni. Fljótlega kom í ljós að mennirnir voru ekki á vegum lögreglunnar heldur stórblaðsins Politiken. Ole hafði unnið keppni um sögu fyrir börn á aldrinum 7–15 ára með frásögn um dreka. Sagan vakti talsverða athygli og ekki leið á löngu þar til forlagið Gyldendal var búið að tryggja sér útgáfusamning við þennan hæfileikaríka kennara. Virgill litli (1967), fyrsta skáldsaga Ole, kom út ári eftir að hann vann keppni Politiken. En það munaði minnstu að hún kæmi aldrei í búðir. Tveimur af virtustu yfirlesurum Gyldendal þótti hún of óhefðbundin og þeir mæltu ekki með útgáfu. Það sama var uppi á teningnum þegar Albert var skoðuð ári seinna. Yfirlesurum forlagsins þótti textinn ófyndinn, rembingslegur og pirr- andi. Og þegar Fúsi froskagleypir (1969) kom í búðir trylltist prestur á Suður- Sjálandi; hann skrifaði langa grein með beinum vísunum í texta bókarinnar sem átti að sanna að danskar barnabókmenntir væru á leið í hundana. Ole svaraði greininni glæsilega í löngu máli. Hann sagðist fullviss um að guð fyrirgæfi Fúsa froskagleypi og þar með höfundinum sjálfum.Þrátt fyrir álit yfirlesaranna sló Virgill litli í gegn svo um munaði. Hæfileikar Ole til að setja sig inn í hugarheim ungra lesenda og hinar stórskemmtilegu teikningar hans gerðu hann fljótt mjög vinsælan. Sögurnar fjölluðu næstum alltaf um börn sem áttu í einhverjum vandræðum með foreldra sína og aðra fullorðna. Þau leystu svo málin með uppátækjasemi og stuðningi frá einhverjum utanaðkomandi. Vinsældir Ole Lund Kirkegaard urðu til þess að fjölmiðlar tóku að sitja um hann. Hann varð strax virkur í menningarumræðunni og óþreytandi við að útskýra sjónarmið sín í viðtölum og ögrandi yfirlýsingum. Menn áttu að sleppa hugmyndafluginu lausu, veita brjálæði og litum inn í líf sitt. Full- orðnir væru í raun skíthræddir við stjórnlaust ímyndunarafl smáfólksins og helsta áskorun fullvaxta manns fólst í því að verða ekki of fullorðinn. Auk
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.