Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Page 25

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Page 25
S í ð u s t u d a g a r G ú m m í -Ta r z a n s TMM 2013 · 1 25 þess þurfti maður helst að vera geðveikur til að geta skrifað almennilega fyrir börn. Furðulegar kenjar barna, eins og að heimta að grænt tré væri dregið inn í stofu um miðjan vetur, voru til vitnis um það hversu klikkuð börn gátu verið. Þau gátu meira að segja líka verið ill. Ole var á móti siðavöndum barnabókum fyrri kynslóða þar sem einfaldar myndir góðs og ills voru dregnar upp. En hann var varla byrjaður á þessu uppgjöri þegar sósíalrealismi áttunda áratugarins knúði dyra með tals- verðum þunga. Í umfjöllun um barnabókmenntir á þessum árum féllu gjarnan gullkorn á borð við: „Góð barnabók spyr pólitískra spurninga og gefur sósíalísk svör.“ Ole var í sjálfu sér ekki á móti pólitískum bókum en stjórnmál voru í hans huga ekki vafstur þingflokka heldur það að taka persónulega afstöðu í hverju máli fyrir sig. Það yrði að sýna veruleikann frá öllum hliðum. Hann upplifði sig strax þarna – og kannski alla tíð – sem utangarðsmann, utan við straum pólitískrar rétthugsunar. Þegar Ole var spurður um ferlið við að skrifa bók sagðist hann ekki skrifa fyrir börn heldur sjálfan sig, hann gæti ekki annað. Hann hefði engan áhuga á að skrifa fyrir fullorðna. Tilurð bókar lýsti hann þannig að hann teiknaði og skrifaði samhliða. Ósjálfrátt krot og krass varð að karakterum og sögum. Þegar hann sæti við að teikna eða skrifa væri eins og hann sæti við brunn draumanna; væri heppnin með honum gat hann veitt þaðan brot úr sínu upp- runalega sjálfi og ef þessi brot voru lögð saman gat hann séð hver hann var í raun og veru. Á þessu má sjá að sögurnar komu ekki auðveldlega til hans. Picasso hafði kennt Ole að snúa veröldinni á haus til að komast nær kjarn- anum og tæma sig, skrifa þangað til engin hugmynd var eftir í kollinum. Til Hemingways sótti hann þá hugmynd að textinn væri eins og ísjaki, undir yfirborðinu leyndist hafsjór upplýsinga. Í fljótu bragði virtist texti hans vera ótrúlega einfaldur en að baki lá margra mánaða yfirlega. Galdurinn fólst í því að einfalda og þétta textann án þess að þynna út söguna. Ef textinn spann- aði fimmtíu síður hafði hann skrifað tíu sinnum meira og öll ónauðsynleg orð verið skorin burt. Burt skyldi glæsileiki, skraut og kaldhæðni sem börn skildu ekkert í. Gullkálfur Gyldendal Áttundi áratugurinn var gullöld danskra barnabókmennta, ekki síst af því að dönsku bókasöfnin voru í miklum vexti og keyptu mikið af nýútkomnum bókum. Þess vegna varð Ole Lund Kirkegaard fljótlega einn af gullkálfum for- lagsins Gyldendal sem vildi skiljanlega hamra járnið meðan það var heitt og lagði hart að honum að dæla út hugmyndum að nýjum bókum. Gyldendal fékk sitt og gott betur. Bók eftir Ole Lund Kirkegaard seldist jafnan í 5–6000 eintökum í fyrsta upplagi, síðan fylgdu stöðugar endurprentanir árin á eftir.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.