Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Qupperneq 26

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Qupperneq 26
Þ ó r a r i n n L e i f s s o n 26 TMM 2013 · 1 Þegar Ole mætti á aðaljárnbrautarstöðina í Kaupmannahöfn, hreinn og strokinn með handrit í fórum sínum, biðu hans tvær gerðarlegar konur úr barnabókaritstjórn Gyldendal. Konurnar tóku hvor undir sinn handlegg skáldsins og báru hann á milli sín, framhjá hlandstinkandi knæpunum og hórunum á Vesturbrú yfir í virðulegar höfuðstöðvar Gyldendal hinum megin við Tívolí. Því handritið mátti umfram allt ekki týnast á vertshúsi. Ole varð háður þessari vernd, stundum hringdi hann á undan sér og bað um að vera sóttur, svo hann myndi ekki falla fyrir freistingum. Í lok sjöunda áratugarins hafði hann gefið út fjórar bækur á jafn mörgum árum og var með svo mörg járn í eldinum að meira að segja ritstjórnin átti erf- itt með að fylgjast með. Hann hafði meðal annars fengið Bókmenntaverðlaun menningarmálaráðuneytisins fyrir Albert (1968), ærslasögu undir áhrifum frá bókum Marks Twain um Tuma og Stikilsberja-Finn. Þá bók mátti með góðum vilja túlka sem óð til frelsis hippaáranna. Síðan kom ógnvaldurinn mikli, Fúsi froskagleypir (1969), og því næst bókin um Hodja og töfrateppið (1970). Sagan um Hodja hafði orðið til í ferðalagi fjölskyldunnar til Marokkó árið áður og því engin furða að þar gætti talsverðra áhrifa frá Þúsund og einni nótt. Drengurinn Hodja var einn heilsteyptasti karakter sem Ole náði að skapa. Frásögnin var í sígildum stíl meðan fyrri bækur höfundar höfðu byggst meira upp á röð atburða. Á eftir Hodja kom Ottó nashyrningur (1972) sem fræðingum hefur þótt vera bein vísun í hugmyndir hippanna um byltingu borgaralegs samfélags. Nashyrningur verður til úr teikningu barna og fellur á milli hæða. Skapvonda löggan sem hefur allt á hornum sér í upphafi sögu umturnast og verður að afslöppuðum hippa í lokin. Allir verða vinir í allsherjar kommúnu sem leiðir óneitanlega hugann að fríríkinu Kristjaníu sem varð til um svipað leyti og handrit Ole um nashyrninginn. Auk bókanna skrifaði Ole röð frásagna fyrir danska ríkisútvarpið sem sumar hverjar áttu eftir að koma út á prenti eftir að hann var allur. Við þetta bættust handrit að jóladagatali sjónvarpsins og stúss við leikhús í Árósum. Loks voru upplestrarferðir farnar að taka sinn toll. Fyrir utan alla þessa vinnu við skriftir og upplestra þurfti að sinna kennslu, mæta á foreldra- og samráðsfundi og bregðast við árásum skólastjóra í næsta bæjarfélagi sem vildi sameina skóla skáldsins sínum eigin og koma þannig frjálslegum kennsluaðferðum Ole Lund fyrir kattarnef. Fyrrum nemandi Ole átti eftir gera þessum átökum nokkur skil í kvikmyndinni Drømmen (2006). Á endanum varð álagið af öllu framantöldu of mikið. Haustið 1973 flutti fjöl- skyldan í annan smábæ, sunnar á Jótlandi. Nú skyldi hefja nýtt líf. Gúmmí-Tarzan Um miðjan áttunda áratuginn fór Ole að gremjast sá einsleiti búningur sem Gyldendal bjó bækur hans í, þær virkuðu eins og stöðluð söluvara sem ætti að
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.