Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Qupperneq 29

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Qupperneq 29
S í ð u s t u d a g a r G ú m m í -Ta r z a n s TMM 2013 · 1 29 Laust fyrir árslok 1977 birtist allt í einu opnuviðtal í slúðurblaði við drykkjuþrútinn Ole Lund Kirkegaard sem var staddur í kokkteilboði hjá Gyldendal. Barnabókahöfundurinn sagðist vera búinn að gefa skít í allt, hann hefði fengið kennarastöðu í Nuuk. Nú átti aldeilis að upplifa eitthvað nýtt og fá innblástur. Burt frá öllu. Burt frá væntingum annarra. Þegar rann af Ole tókst konu hans tiltölulega auðveldlega að telja hann af svaðilför til Grænlands um miðjan vetur. Um svipað leyti og Ole hætti við Grænlandsför flutti ég heim til Íslands og upp í sveit. Fantasíuheimi Ole Lunds var skipt út fyrir raunsæi kúasmalans. Íslensk börn áttu ekki að ímynda sér einhverja furðuheima heldur læra nöfnin á hól- unum í kringum bæinn, vakna í fjósið, bera júgursmyrsl á beljurnar, smala rollunum og bera hey úr hlöðunni. Á kvöldin voru myndskreyttar ærslasögur víðs fjarri en í stað þess komnar dularfullar gulröndóttar bækur um hin fimm fræknu, ennþá furðulegri bækur um Basil fursta sem var í Lundúnum að tala við einhverja Lafði. Og svo Nonnabækurnar og Alistair MacLean. Þetta var svo sannarlega menningarsjokk fyrir sveimhugann frá Kaupmannahöfn. Leiðin til glötunar liggur gegnum auglýsingastofur Haustið 1977 hætti Ole alveg að kenna til að geta helgað sig ritstörfum. Hann gat leyft sér það því bækur hans seldust vel auk þess sem hann fékk ritlaun frá ríkinu. Þetta voru hugsanlega verstu mistökin á ferlinum því nú var aðal- uppspretta innblástursins farin; börnin í skólastofunni. Auk þess átti Ole erfitt með að lifa lífinu án stundaskrár. Í stað gefandi skoðanaskipta við ungviðið tóku við upplestrarferðir og enn meira sukk. Og þrátt fyrir lausn frá skólaskyldum fékk hann lítinn frið í sálinni. Það þrengdi nefnilega að honum úr öllum áttum. Ekki var nóg með að Gyldendal legði hart að honum að skrifa meira og hann væri á kafi í hand- ritsgerð fyrir jóladagatalið í sjónvarpinu, nú var hann kominn í slagtog við auglýsingastofur í herferðum fyrir ýmis góð málefni. Fyrst voru það plaköt í herferð gegn krabbameini, síðan risaherferð gegn tóbaki. Maðurinn sem lét helst aldrei taka af sér mynd nema með pípu í munnvikinu átti nú að semja og teikna áróður á móti reykingum. Uppistaðan voru fimmaurabrandarar og sjálfsparódískar myndir af reykjandi kennurum. Eldri reykingamenn úr ætt Fúsa froskagleypis reyndu að spilla ungviðinu: „Nú áttu að fá þér að reykja, vinur.“ „Neibs, ég vil heldur fara út að kíkja á dömur.“ Undir lok samstarfsins fór Ole að láta sig hverfa. Það reyndist ómögulegt að ná í hann. Þegar það tókst loks stakk auglýsingastofan upp á að hann bæði einfaldlega um meiri tíma ef hann væri í vandræðum með að skila af sér.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.