Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Blaðsíða 31

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Blaðsíða 31
S í ð u s t u d a g a r G ú m m í -Ta r z a n s TMM 2013 · 1 31 Síðustu sólarhringarnir Veturinn 1978–79 var óvenju kaldur og snjóþungur í Danmörku. Upphafið að fimm ára kuldaskeiði. Heima hjá Ole var engin almennileg upphitun og ekki svo mikið sem sími. Úr húsinu uppi á hæðinni hafði hann útsýni yfir kirkju, þjóðveg og lítinn bæjarkjarna. Dætur hans, Maya og Nana, voru orðna ellefu og níu ára gamlar þegar hér var komið sögu. Þær áttu að vera hjá pabba sínum nokkra daga í viku. Þetta voru nöturlegar heimsóknir. Karlinn var ekki búinn að taka upp úr kössunum. Stelpurnar voru látnar sofa á dýnum í risastóru herbergi á fyrstu hæðinni sem var að öðru leyti tómt. Herbergið við hliðina var hins vegar fullt af flöskum. Ole drakk aldrei fyrir framan dæturnar en þær vissu alveg hvað var í gangi. Hann las eitthvað upp úr texta sem hann var að vinna að. Stundum sofnaði hann út frá lestrinum. Í einni heimsókninni ætlaði hann að elda ofan í stelpurnar en sofnaði á gólfinu í miðju kafi. Eitt sinn héldu þær að hann væri dáinn. Það hafði kviknað í teppi úr gerviefni þegar lampi féll í gólfið. Þeim tókst í sameiningu að slökkva eldinn en síðan sofnaði Ole svo fast að þær héldu að hann væri látinn. Eldri stelpan fann hjól bak við húsið og ætlaði að hjóla niður að símaklefanum í þorpinu til að hringja í mömmu þeirra og segja henni að þær þyrftu að komast heim því pabbinn væri dauður. Þegar hún fann svo símaklefann var hún ekki með klink á sér og endaði á því að hjóla þá sex kílómetra sem eftir voru heim til mömmunnar. Daginn sem Ole dó gekk hann niður í þorpið til að versla. Svo fór hann á krána og settist að áti og drykkju með öðrum gestum. Þegar hann kvaddi stuttu fyrir lokun virtist hann ekkert sérstaklega drukkinn. Seinna sýndu sporin í snjónum að hann gekk beint inn í kirkjugarðinn í stað þess að beygja upp hæðina heim til sín eins og hann var vanur. Hann getur hafa ætlað að stytta sér leið í gegnum garðinn en þó er mun líklegra að honum hafi ein- faldlega orðið illt. Heilsu hans hafði hrakað mikið vegna drykkju og það hefur verið mikið sjokk fyrir veikburða líkamann að koma út í frostið eftir setuna inni á heitri kránni. Morguninn eftir þegar grafarinn kom að læstri kirkjunni sá hann að ein- hver hafði reynt að brjótast inn í hlýjuna. Kirkjuhurðin var útötuð í frosinni drullu, sparkað hafði verið í hana og klórað. Loks hafði viðkomandi skriðið í burtu. Grafarinn elti slóðina fyrir horn og fann þar gaddfreðinn barna- bókahöfund. Við hliðina á líkinu lá poki með Gammel Dansk, öðru áfengi og matvöru. Og örlítið lengra í burtu fannst opin mjólkurferna. Það benti til þess að rithöfundurinn hefði reynt að safna kröftum og skríða í skjól. En loks hafði hann gefist upp og lagst til hvílu undir hvítri sæng. Þegar sjúkrabíllinn kom sáu menn að maðurinn var tæknilega séð ekki dauður en líkamshitinn var kominn niður í 25–26 gráður. Þeir flýttu sér með hann á spítalann en það var of seint að bjarga honum. Ole Lund Kirkegaard var úrskurðaður látinn fyrir hádegi 24. mars 1979.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.