Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Blaðsíða 33
TMM 2013 · 1 33
Sigríður Halldórsdóttir
Tófan er vond fé
en sumar gott fé
Hvað finnst þér best: marið fé, kalið fé eða hrapfé?
Hrapfé er langbesta fé sem hugsast getur. Rollan hrapar ofan af þver-
hníptum hamri. Hraði atburðarásarinnar er þvílíkur að rollan fattar ekki að
verða stressuð. Því eru vöðvar alveg slakir og meyrir þegar hún lendir á jörðu
niðri. Þetta sagði mér maður sem hefur vit á fjárbúskap.
Fé sem þarf að mæta í réttir og síðan ferðast í vörubíl er oft svo meðvitað
þegar í sláturhúsið er komið að það er ólseigt og af kjötinu mikið stress-
bragð. Þá þarf að leggja alúð við sósuna til að draga úr stressbragði, jafnvel
bera fram salat og sultu með. Þetta sagði mér kona sem hefur ekkert vit á
fjárbúskap. Hún er menntuð í hómópatíu. En bragðlaukarnir eru í lagi.
Samt er ekki verið að hvetja fólk til að hrinda sauðfé fram af fjallsbrúnum
á ferð sinni um landið.
„Fjárskaðaveðrið“ eins og það heitir í Bændablaðinu (þ.e. bylur síðsumars á
Íslandi) er ekki gott sauðfé. Þá eru bestu bitarnir marðir og kalnir, sauðféð
er tryllt af stressi og skelfingu. Segi og skrifa – fjárskaðaveðrið ekki gott
sauðfé!
Vilji maður vera fyndinn, má segja léttan brandara í góðra vina hópi: „Mér
finnst fjárskaðaveður ógeðslega vond kindakássa.“ Ha ha ha … „Alltaf góður
í glasi, Gvendur!“
Ef við förum almennilega í gegnum íslenskuna þá er talað um að eitthvað
sé einhverjum gott. T.d. páskar voru Pétru góðir en er fór að bæra á vori,
urðu tökin verri og verri þar til yfir lauk.
Nú er komið að kjarna málsins, þ.e. tungutak Íslandsmannsins hins eina
og sanna sem svo margir muna ekki eftir. Þetta einstaka aðstæðna-sjargon
og allt byggt á sauðkindinni vetur, sumar, vor og haust. Hér er lítil orð-
skýringaskrá sem ég leyfi mér að taka úr pistli sómabóndans Indriða Aðal-
steinssonar á Skjaldfönn við Ísafjarðardjúp.
1. Þurrkbrunatími – þrjár vikur sólríkar í ágúst, sem þýðir nema hvað? Lítil
hey. Nánar, samkvæmt Indriða bónda: „Hey fást ekki innan þessa líf-