Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Page 37

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Page 37
„ E n t i l h v e r s e r a ð d v e l j a v i ð s l í k a d a g d r a u m a ! “ TMM 2013 · 1 37 skýrt í viðskiptum hans við Magnús Stephensen, jafnaldra sinn og gamlan skólabróður. Eitt sinn neitaði Magnús að afhenda Sveini ferðastyrk sem hann átti að fá og þarfnaðist sárlega. Sveinn reiddist og áleit þetta vera valdníðslu. Hann beitir íroníu í frásögninni til að breiða yfir sárindin. Hann segist „hafa átt því láni að fagna“ að vera neitað um greiðsluna, honum hafi „hlotnast sú óvænta ánægja“ að vera baknagaður og loks að þetta sé allt „uppörvandi“ fyrir hann (346). Gríma hins hlutlæga náttúrufræðings sem ritar vísindalega ferðabók gliðnar lítið eitt og andlit hins fátæka og beiska manns kemur í ljós. Í Ferðabókinni birtast klisjur úr ferðabókum fyrri alda og eru settar fram eins og vísindi en þær eiga rætur að rekja til gamallar hugmyndafræði og goðsagna úr landfræðiritum og ferðasögum í aldanna rás. Sem dæmi mætti nefna tilbrigði við loftslagskenningu Montesqieus (1689–1755) um muninn á kaldlyndum íbúum norðursins og blóðheitum þjóðum í suðrænum löndum. Hjá Sveini birtist hún sem hrepparígur milli norðurs og suðurs, sjávar og sveita. Sunnlendingar fá þá umsögn að vera sljóir og latir meðan sveitungum Sveins, Norðlendingum, er hampað. Um íbúa Gullbringusýslu segir í Ferðabókinni: Héraðsbragur virðist vera sá, að menn séu dramblátari, eigingjarnari, ógestrisnari og óhreinskilnari við yfirvöldin en annars staðar á landinu. Málfar og venjur er svo blandað erlendu kámi, að hver sá, er þangað kemur fyrsta sinni utan úr sveit, hlýtur að standa sem steini lostinn yfir fólkinu, sem hann hyggur hálfdanskt. Yfir- leitt mundu menn óska þess, að þeir, sem búa við sjó á Íslandi, tækju fremur eftir erlendum verzlunarmönnum hreinlæti, fagra og gagnlega siði og hófsemi heldur en uppivöðslusemi, kaffi- og brennivínsdrykkju, blótsyrði og aðra fíflsku (607). […] Klæðnaður, einkum kvenfatnaður, er íburðarminni hér en annars staðar, sérstak- lega norðan lands. Mjög fáir kvenmenn bera silfur utan á sér, en auk þess eru fötin hvergi nærri eins snotur og upp til sveita (608). […] Húsakynni fólks eru afleit … Bæirnir eru lágkúrulegir, litlir og þröngir, illa viðaðir, og ógerlegt má heita að þrífa þá. Alltaf er þar fullt af viðbjóðslegum óþef, sem kemur af daglegum úrgangi frá útveginum, lýsisbornum sjóklæðum og þó einkum hinni svonefndu f o r. Það er þró, sem grafin er niður í jörðina fast við bæjardyrnar og hlaðin upp úr grjóti. Í hana er safnað hlandi, rusli úr bænum, fisksoði og öðrum óþverra, en síðan er þetta notað sem áburður á túnin. Af þessu kemur það, að vermenn, sem verið hafa við sjó á vertíðinni, verða fyrir því, þegar þeir koma aftur út í sveitirnar á sumrin, að heimafólkið þefar af þeim með nokkurs konar háðslegum viðbjóði, unz þeir hafa látið þvo allan sinn fatnað sem rækilegast. Og í rauninni helzt einhver leiðinda
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.