Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Side 38

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Side 38
S t e i n u n n I n g a Ó t t a r s d ó t t i r 38 TMM 2013 · 1 dámur við við þessa menn nokkurn tíma eftir heimkomuna, þangað til að þeir hafa vanizt lifnaðarháttum í sveitinni. Þegr dvalizt er við sjávarsíðuna, finna menn þetta naumast, en því meira, er þeir koma hingað í fyrsta sinni ofan úr sveitum. (608–9) Um íbúa Hegranessýslu segir hins vegar í Ferðabókinni: Skagfirðingar eru vanari ferðalögum en öll önnur landsins börn. Og í stað þess, að fólk i sumum öðrum sveitum ferðast aldrei og er, að kalla má, mannfælið og hefur einhvern heimóttarsvip, þá eru Skagfirðingar manna frjálslegastir, f ljótir til og opinskáir í viðmóti. En þegar aðrir finna í skapferli þeirra hinn ósvikna her- mennskubrag, ásamt frjálslegri og óþvingaðri framkomu er illa þolir kúgun, þá kallast það, að þeir séu hvatvísir, óstýrilátir og þrætugjarnir. Og af því að þeir sýna óttaleysi um ýmsa aðra fram, þá eru þeir álitnir drambsamir, orðhvatir og auk þess montnir, af því þeir taka Sunnlendingum langt fram í hreinlæti og klæðaburði. Þeir eru þannig hugrakkir, opinskáir, örlyndir, alvarlegir og göfuglyndir. Þeir unna rétt- sýni, og mjög má róma gestrisni þeirra, þegar undan eru skildar einstakar sveitir, svo sem Viðvíkursveit og Höfðaströnd, er liggja næst hinum danska verslunarstað. En því er svo háttað um land allt, að það fólk, sem lengi hefur saurgazt af sam- skiptum við útlendinga – en meðal þeirra er oft úrhrak verzlunarþjóðarinnar – er sem væri það af öðrum kynþætti en hin ósnortna alþýða upp til landsins. Nokkurs konar héraðsótti veldur því, að Skagfirðingar hafa mestar mætur á háttum og siðum sjálfra sín, enda þótt sumt sé betra hjá nágrönnunum og má ef til vill telja þetta til lýta með íbúum þessa héraðs, og ætti það að hverfa (636). Í lýsingum Sveins birtast skýrast þessar andstæður: NORÐUR, SVEIT SUÐUR, SJÁVARSÍÐA íburður fátækt hreint (þvottur) óhreint (daunn) frjálslegur heimóttarlegur gestrisni hálfdanskt réttsýni uppivöðslusemi ósnortin saurguð alþýða landsins úrhrak verzlunarþjóðar Sama er uppi á teningnum í Ferðabók Eggerts og Bjarna (1772), þar er sveitin hrein og íslensk en sjávarplássin óhrein og útlensk. Í Ferðabók sinni lýsir Sveinn íbúum sýslnanna tveggja kerfisbundið að hætti alfræði upp- lýsingarinnar, þeir fá tiltekin einkenni og samanburður í ljósi mismunar veitir eina svarið sem tekið er gilt. Flokkunarkerfi Sveins hefur á sér yfir- bragð hlutlægni; hér er vísindaleg tafla sem birtir eiginleika íbúa tveggja landshluta og dregur upp mynd af skipulagi eða veruleika sem er kyrrstæður; þar sem allt er bundið saman í algilt kerfi. Vísindi sem þessi birtast mjög víða í almennum landafræðiritum þessa tíma (t.d. í Almennri Landaskipunar- fræði 1821–7) og í Ferðabók Tómasar Sæmundssonar (pr. 1947). Vert er að huga í þessu samhengi að kenningum franska fræðimannsins
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.