Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Page 38
S t e i n u n n I n g a Ó t t a r s d ó t t i r
38 TMM 2013 · 1
dámur við við þessa menn nokkurn tíma eftir heimkomuna, þangað til að þeir hafa
vanizt lifnaðarháttum í sveitinni. Þegr dvalizt er við sjávarsíðuna, finna menn þetta
naumast, en því meira, er þeir koma hingað í fyrsta sinni ofan úr sveitum. (608–9)
Um íbúa Hegranessýslu segir hins vegar í Ferðabókinni:
Skagfirðingar eru vanari ferðalögum en öll önnur landsins börn. Og í stað þess,
að fólk i sumum öðrum sveitum ferðast aldrei og er, að kalla má, mannfælið og
hefur einhvern heimóttarsvip, þá eru Skagfirðingar manna frjálslegastir, f ljótir til
og opinskáir í viðmóti. En þegar aðrir finna í skapferli þeirra hinn ósvikna her-
mennskubrag, ásamt frjálslegri og óþvingaðri framkomu er illa þolir kúgun, þá
kallast það, að þeir séu hvatvísir, óstýrilátir og þrætugjarnir. Og af því að þeir sýna
óttaleysi um ýmsa aðra fram, þá eru þeir álitnir drambsamir, orðhvatir og auk þess
montnir, af því þeir taka Sunnlendingum langt fram í hreinlæti og klæðaburði. Þeir
eru þannig hugrakkir, opinskáir, örlyndir, alvarlegir og göfuglyndir. Þeir unna rétt-
sýni, og mjög má róma gestrisni þeirra, þegar undan eru skildar einstakar sveitir,
svo sem Viðvíkursveit og Höfðaströnd, er liggja næst hinum danska verslunarstað.
En því er svo háttað um land allt, að það fólk, sem lengi hefur saurgazt af sam-
skiptum við útlendinga – en meðal þeirra er oft úrhrak verzlunarþjóðarinnar – er
sem væri það af öðrum kynþætti en hin ósnortna alþýða upp til landsins. Nokkurs
konar héraðsótti veldur því, að Skagfirðingar hafa mestar mætur á háttum og siðum
sjálfra sín, enda þótt sumt sé betra hjá nágrönnunum og má ef til vill telja þetta til
lýta með íbúum þessa héraðs, og ætti það að hverfa (636).
Í lýsingum Sveins birtast skýrast þessar andstæður:
NORÐUR, SVEIT SUÐUR, SJÁVARSÍÐA
íburður fátækt
hreint (þvottur) óhreint (daunn)
frjálslegur heimóttarlegur
gestrisni hálfdanskt
réttsýni uppivöðslusemi
ósnortin saurguð
alþýða landsins úrhrak verzlunarþjóðar
Sama er uppi á teningnum í Ferðabók Eggerts og Bjarna (1772), þar er
sveitin hrein og íslensk en sjávarplássin óhrein og útlensk. Í Ferðabók sinni
lýsir Sveinn íbúum sýslnanna tveggja kerfisbundið að hætti alfræði upp-
lýsingarinnar, þeir fá tiltekin einkenni og samanburður í ljósi mismunar
veitir eina svarið sem tekið er gilt. Flokkunarkerfi Sveins hefur á sér yfir-
bragð hlutlægni; hér er vísindaleg tafla sem birtir eiginleika íbúa tveggja
landshluta og dregur upp mynd af skipulagi eða veruleika sem er kyrrstæður;
þar sem allt er bundið saman í algilt kerfi. Vísindi sem þessi birtast mjög víða
í almennum landafræðiritum þessa tíma (t.d. í Almennri Landaskipunar-
fræði 1821–7) og í Ferðabók Tómasar Sæmundssonar (pr. 1947).
Vert er að huga í þessu samhengi að kenningum franska fræðimannsins