Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Side 42

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Side 42
S t e i n u n n I n g a Ó t t a r s d ó t t i r 42 TMM 2013 · 1 útfallsins. En reynsluleysi, ókunnugleiki, skortur óhrekkvísra og eldri leiðsagnara, sem ekki stóðu þá fátækum til boða, en hvötur hinna, er máske vilja flesta minni sjer, olla nú þá svo á stendur einatt misjöfnu. … hefði nokkur í fyrstu sagt honum, sem satt var, að á 3–4 árum var og er máske enn hægt að ná attestats í medicin með æru við universitetið, þá gat skeð, að honum á eftir hefði hlotnast æðri vegur eður arðmeiri embættistrappa í því mediciniska en hann síðan hlaut. En hvað hægt er ekki að sjá þetta og annað á eftir og segja, – en hver vogar það afgjört? – að hann með áðursögðu og eftirfylgjandi hafi forspilað sinni lukku? Honum var aldrei kent að trúa á hana, heldur á guð (18). Í ellinni lítur Sveinn yfir farinn veg og telur að gæfan hafi snúið við honum baki, hann hafi verið leiksoppur örlaganna, saklaus sveitadrengur sem hlýddi vondum ráðum, að sjálfstæðar ákvarðanir hafi ekki verið honum eðlislægar og að fátæktin alltaf verið honum fjötur um fót. Hann dreymdi um frama, tíma til að sinna áhugamálum sínum og betri fjárráð en draumar hans rætt- ust ekki. Seinna segir Sveinn allt þetta hafa valdið sér þunglyndi, angursemi og depurð. Fram eftir árinu 1795 var Sveinn oft í þungum þönkum um líf sitt en segist „alvanur að fela sig forlaganna herra“ (32). Ósjálfræði hans birtist vel þegar hann lætur tilleiðast að gifta sig 1795 og stofna bú samkvæmt ráðum Vigfúsar sýslumanns Thorarensen (1756–1819) og þá eru vonir hans um náms- og embættisframa endanlega brostnar. En ábyrgðin er ekki hans sjálfs, að mati hans, heldur stjórna fortölur annarra, Guð og forlögin því hvernig lífsgangan er. Hjónaband hans var þó farsælt og barnmargt en þegar vonbrigðin heltaka hann þarf Þórunn að taka á honum stóra sínum, einu sinni þurfti hún að sækja hann á annan bæ þar sem hann hafði lagst í kör af sorg og þunglyndi yfir sínum hlut. Upplýsingarskeiðið á Íslandi er litríkt tímabil andstæðna og ólíkra hug- mynda. Í textum upplýsingarmanna speglast ríkjandi tíðarandi, sjálfsveran gægist hikandi fram og öndverð viðhorf mismunandi hugsunarkerfa togast á. Skýrt kemur fram hvernig háskólagenginn og margfróður skynsemistrúar- maður eins og Sveinn Pálsson sveiflast á milli lærðrar vísinda- og rökhyggju, píetisma samtíðarinnar og þeirrar þjóðtrúar- og náttúrudulhyggju sem hann er alinn upp við. Í verkum hans má skýrt greina hvernig alfræðin eða taflan verkar á huga hans og hjúpar sig gervi vísindanna. Augljós er trú hans á að hægt sé að safna þekkingu saman, lýsa henni með orðum sem tákni hlutina á gagnsæjan hátt og koma þannig böndum á heiminn. Ósjálfræði og trú á fyrirfram ákveðin örlög hindra framgang hæfileikaríks manns eins og Sveinn Pálsson var, harðduglegur og bráðgáfaður, en hann glatar tækifærum til fjár og frama með því að láta varpast í forlaganna straum í stað þess að stjórna lífi sínu sjálfur. Dæmi um það hafa verið rakin hér og má víða finna í verkum hans. Í annál eða Anniversariu frá 1797, sem birt er í Ferðabókinni, þylur hann upp hvernig hann sér fyrir sér stöðu landlæknis á Íslandi þróast í framtíðinni á glæsilegan hátt. En hann klykkir svo út með: „En til hvers er að
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.