Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Page 48

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Page 48
Æ va r Ö r n J ó s e p s s o n 48 TMM 2013 · 1 í Dortmund, undir sjóðandi ágústsól, með illa útleikið lík af indjánakonu fyrir augunum. Að minnsta kosti var hún í kjól úr rúskinni og lituðum leðurpjötlum og svört, fléttuð hárkolla hékk enn á ljóshærðu höfði hennar. Andlitið var illa farið og alblóðugt eftir hrottalegar barsmíðar, hendurnar voru líka blóðugar, hné og sköflungar blóðrisa og hvítir íþróttaskórnir ekki lengur hvítir. Nokkrir hvítgallaðir starfsmenn tæknideildarinnar bogruðu í kringum hana þar sem hún lá á marflötu, alauðu svæði á stærð við tvo fótboltavelli milli járnbrautarteinanna og lítils verslunarkjarna. Við fjærendann var niðurnídd verksmiðjubygging að hruni komin. „Hvað í andskotanum er þetta?“ urraði Hauptkommissar Säuberlich á heimamanninn Elmar Schenkel, sem tekið hafði á móti honum. Undir fótum þeirra var morkin og mosavaxin steinsteypa, margsprungin og iðandi af lífi í litlum pollum og ræktarlegum gróðurbrúskum hér og þar. „Hér stóð verksmiðja,“ sagði Schenkel. „En ekki lengur,“ bætti hann svo við, til að útskýra hið augljósa. „Við stöndum hérumbil á miðju verk- smiðjugólfinu.“ Hauptkommissar Säuberlich yggldi sig en Schenkel brosti á móti. Sá fyrrnefndi hafði tvö ár um fertugt, náði tvo metra og tveimur sentímetrum betur uppí loftið, og vó slétt hundrað kíló. Heimamaðurinn var fimmtán sentímetrum lægri, fimmtán kílóum þyngri og minnst fimmtán sinnum hamingjusamari. Óþolandi náungi, hugsaði Säuberlich. „Hún var ekki rænd og doktorinn segir ekkert benda til nauðgunar við fyrstu sýn,“ sagði Schenkel. „Kom líklega skríðandi þaðan,“ bætti hann við og benti í áttina að litlum lystigarði við nærenda þessa einskismannslands. „Var líklega drepin þar, því þar er mikið blóð og þar er vopnið. Viltu sjá það?“ Säuberlich hirti ekki um að svara þessari heimskulegu spurningu heldur arkaði af stað. Fylgdi vel merktri og sýnilegri blóðslóðinni alveg að vopninu. Lund hans léttist ekki þegar hann sá það. „Framhlaðningur?“ hváði hann hissa. „Var hún drepin með fram hlaðn- ingi?“ „Já,“ staðfesti Schenkel. „Eða það lítur útfyrir það. Barin í klessu með gömlum framhlaðningi.“ Vopnið lá í hálfþornuðum blóðpolli milli örlítillar tjarnar og eina bekksins í minnsta almenningsgarði sem Säuberlich hafði augum litið. „Og eftir því sem við best vitum kemur hann þaðan,“ sagði sveitamaðurinn og benti. „Í alvöru?“ spurði Hauptkommissar Säuberlich. „Kúrekaknæpa?“ Þetta lagð ist æ verr í hann. „Og hvaða trúðar eru þetta?“ Á bekk framan við knæp una sat skeggjaður maður með kúrekahatt og skerfarastjörnu í barmi. Við hlið hans annar maður, sléttrakaður, með sítt, svart hár og fjaðraskraut. Hann var ber að ofan, sólbrúnn og vöðvastæltur, og hallaði höfði sínu að öxl grann vaxinnar, fölleitrar konu með svartar, síðar, þykkar fléttur. Hún var í rúskinnskjól sem í augum Säuberlich var nánast alveg einsog kjóll hinnar myrtu og hann velti því ósjálfrátt fyrir sér hvort hárið væri ekta. Músargrár lokkur sem gægðist undan svörtum toppnum svaraði þeirri spurningu.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.