Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Síða 50

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Síða 50
Æ va r Ö r n J ó s e p s s o n 50 TMM 2013 · 1 „Fokkit, Kata, ég drap engan, þú veist alveg að ég er ekki svoleiðis týpa, ha? Ég skal segja þér allt sem þú vilt vita um hvað sem er, meiraðsegja um Litháana, bara ef þú kemur mér héðan. Ég er búinn að vera hérna í þrjár vikur og Hraunið er sko einsog heilsuhæli miðað við þetta helvíti. Geturðu ekki …“ „Nei,“ sagði Katrín. „En þú ætlar að segja mér frá Litháunum, og líka hvað þú gerðir við þessar þrjúhundruð títaníumskrúfur sem þú stalst af tannlæknastofunni í Kópavoginum í fyrra, og líka hvar hundrað milljóna beltagrafan sem þú stalst í hitteðfyrra endaði, og …“ „Hundrað milljóna – helvítis beinin,“ muldraði Bjarni. „Þeir borguðu mér bara fimm. Enívei, ég segi ekki orð nema þú hjálpir mér heim. Á Hraunið ef þú vilt, en heim. Til Íslands, burt héðan. Gerðu það …“ „Ég skal hlusta á þína útgáfu,“ sagði Katrín, „og ég skal rabba við þann sem stjórnar rannsókninni. Hann þarf reyndar ekki að segja mér eitt eða neitt frekar en hann vill, en hann virðist vera ágætis náungi svo ég reyni það allavega. Meiru get ég ekki lofað.“ * * * „Hvernig er herbergið?“ spurði Uwe Säuberlich, stjórnandi rannsóknarinnar og tengiliður Katrínar við rannsóknarlögregluna í Dortmund. Hauptkomm- isar var titillinn, sem henni sýndist vera einhverstaðar á milli aðalvarðstjóra og aðstoðaryfirlögregluþjóns. Fjölmennari lögga, fleiri titlar. „Fínt,“ sagði Katrín. „Mjög notalegt.“ Uwe þessi talaði mun betri ensku en fordómar Katrínar höfðu leyft henni að vona. Haus Gerbens hét hótelið, það sama og Bjarni hafði gist á fyrstu næturnar sínar í Wickede, þangaðtil hann fann sér íbúð. Katrín rýndi í matseðilinn og reyndi að skilja þýskuna. Það gekk ekkert alltof vel. „Bjarni mælti með snitselinu,“ sagði hún svo, „hvað heldur þú?“ „Mér líst vel á snitselið,“ sagði Uwe. „Verðlaunaréttur hérna á Hás Gerbens, skilst mér.“ Hann hóaði í þjónustustúlkuna og pantaði tvo skammta af Vínar- snitseli og tvo bjóra. „Hvað sagði herra Torstænsson,“ spurði hann þegar þau voru búin að skála, „annað en að mæla með snitselinu?“ „Hann sagðist óttast um líf sitt í fangelsinu þarna í Werle,“ sagði Katrín og smjattaði á bjórnum. Að öllu jöfnu var hún meira fyrir rauðvín, en fannst viðeigandi að drekka bjór á þessum stað með þessum mat. „Sem ég skil svosem alveg,“ bætti hún við, „ég var hálfsmeyk sjálf þarna inni og ég var nú bara gestur.“ „Óttalegur vesalingur, þessi Torstænsson,“ hnussaði Hauptkommissar Säuberlich. „Vistaður á vernduðustu deildinni en samt skíthræddur.“ Hann hafði ekki fyrr sleppt orðinu en hann áttaði sig á því að með því að gera lítið úr ótta Bjarna gerði hann jafnlítið úr þessum huggulega, rauðhærða koll- ega sínum frá Íslandi. Og það vildi hann allsekki gera, sérstaklega þarsem enginn var giftingarhringurinn á fingrum hennar frekar en hans. „Afsakið
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.