Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Page 52

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Page 52
Æ va r Ö r n J ó s e p s s o n 52 TMM 2013 · 1 um indjánakjól og ég fékk bara sjokk, skilurðu. Og ennþá meira sjokk þegar hún sagði þú ert Bjarni Þorsteins sem löggan heima er að leita að, er það ekki? Sumir segja að þú sért dauður. Einn bjór. Bara alveg pollróleg og næs.“ „Og hvað gerðir þú?“ „Afgreiddi bjórinn auðvitað. Og svo spjölluðum við bara. Hún vildi vita afhverju ég væri kábboj í Wickede og ég spurði afhverju hún væri indjáni í Wickede og svo kom kærastinn hennar. Hann er biggsjott verksmiðjueigandi eða eitthvað, rosalega ríkur. Og indjánahöfðingi í frístundum. Ég skil ekki þetta lið, dressar sig upp einsog indjánar og býr í tjöldum og eldar á hlóðum í margar vikur. Það er víst fullt af Þýskurum í þessu indjánadæmi, stórskrítið lið.“ Katrín stillti sig um að spyrja hann útí kúrekalíf hans sjálfs. „Helgu fannst það líka,“ hélt Bjarni áfram. „Stórskrítið, meina ég. Hún var ekki alveg að meika þetta dæmi. Fór í dressið fyrir kallinn, en neitaði að gista í típí, svaf í lúxus húsbíl, skilurðu, og gekk í alvöru skóm. Enívei, kærastinn kom, indjánahöfðinginn. Heví fúll og ber að ofan með fjaðrir í hárinu og allskonar skraut og rugl maður. Óð í gegnum kábbojaþvöguna á Kólóradó og ætlaði að fara að æsa sig en Helga bara brosti, tók í höndina á honum og leiddi hann út. Ekkert vesen, skilurðu. Hún var alveg klassadama, hún Helga. Ég var að vona að hún kæmi aftur, en þetta var í síðasta skiptið sem ég sá hana. Ég sver það. Og svo hætti ég auðvitað alveg að pæla í henni þegar Elke kom.“ „Elke?“ hváði Katrín. „Já.“ „Hver er Elke?“ „Nú, morðinginn, auðvitað,“ sagði Bjarni. „Sú sem drap Helgu og freimaði mig. Sko …“ * * * „Við fundum miðann í litlu umslagi, sem var stílað á hana, í litlu peninga- veski í vasa framaná kjólnum hennar,“ útskýrði Uwe. „Á miðanum stóð, á íslensku, „Hittu mig við tjörnina klukkan hálfþrjú.“ Miðinn er úr minnisblokk af barnum á Kólóradó, rithöndin er hans, og hann viðurkennir meiraðsegja að hafa skrifað þetta. Ég …“ Þjónustustúlka kom aðvífandi með tvo risastóra diska og Uwe þagnaði. Snitselin voru litlu minni en diskarnir. „Mahltsæt,“ sagði Uwe og ljómaði í framan. „Mahltsæt“ át hún upp eftir honum og vonaði að það væri við hæfi. Hún skar bita af þunnu, stökksteiktu snitselinu og stakk honum uppí sig. Guð minn almáttugur, hugsaði hún og skar annan í hvelli. Og annan … * * * „Hún var álíka stór og þú en með miklu stærri túttur,“ útskýrði Bjarni, „og bara, flott boddí, skilurðu, og sítt, ljóst hár. Hún settist við barinn og pantaði
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.