Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Qupperneq 52
Æ va r Ö r n J ó s e p s s o n
52 TMM 2013 · 1
um indjánakjól og ég fékk bara sjokk, skilurðu. Og ennþá meira sjokk þegar
hún sagði þú ert Bjarni Þorsteins sem löggan heima er að leita að, er það ekki?
Sumir segja að þú sért dauður. Einn bjór. Bara alveg pollróleg og næs.“
„Og hvað gerðir þú?“
„Afgreiddi bjórinn auðvitað. Og svo spjölluðum við bara. Hún vildi vita
afhverju ég væri kábboj í Wickede og ég spurði afhverju hún væri indjáni í
Wickede og svo kom kærastinn hennar. Hann er biggsjott verksmiðjueigandi
eða eitthvað, rosalega ríkur. Og indjánahöfðingi í frístundum. Ég skil ekki
þetta lið, dressar sig upp einsog indjánar og býr í tjöldum og eldar á hlóðum
í margar vikur. Það er víst fullt af Þýskurum í þessu indjánadæmi, stórskrítið
lið.“ Katrín stillti sig um að spyrja hann útí kúrekalíf hans sjálfs.
„Helgu fannst það líka,“ hélt Bjarni áfram. „Stórskrítið, meina ég. Hún
var ekki alveg að meika þetta dæmi. Fór í dressið fyrir kallinn, en neitaði
að gista í típí, svaf í lúxus húsbíl, skilurðu, og gekk í alvöru skóm. Enívei,
kærastinn kom, indjánahöfðinginn. Heví fúll og ber að ofan með fjaðrir í
hárinu og allskonar skraut og rugl maður. Óð í gegnum kábbojaþvöguna á
Kólóradó og ætlaði að fara að æsa sig en Helga bara brosti, tók í höndina á
honum og leiddi hann út. Ekkert vesen, skilurðu. Hún var alveg klassadama,
hún Helga. Ég var að vona að hún kæmi aftur, en þetta var í síðasta skiptið
sem ég sá hana. Ég sver það. Og svo hætti ég auðvitað alveg að pæla í henni
þegar Elke kom.“
„Elke?“ hváði Katrín.
„Já.“
„Hver er Elke?“
„Nú, morðinginn, auðvitað,“ sagði Bjarni. „Sú sem drap Helgu og freimaði
mig. Sko …“
* * *
„Við fundum miðann í litlu umslagi, sem var stílað á hana, í litlu peninga-
veski í vasa framaná kjólnum hennar,“ útskýrði Uwe. „Á miðanum stóð, á
íslensku, „Hittu mig við tjörnina klukkan hálfþrjú.“ Miðinn er úr minnisblokk
af barnum á Kólóradó, rithöndin er hans, og hann viðurkennir meiraðsegja
að hafa skrifað þetta. Ég …“ Þjónustustúlka kom aðvífandi með tvo risastóra
diska og Uwe þagnaði. Snitselin voru litlu minni en diskarnir.
„Mahltsæt,“ sagði Uwe og ljómaði í framan.
„Mahltsæt“ át hún upp eftir honum og vonaði að það væri við hæfi. Hún
skar bita af þunnu, stökksteiktu snitselinu og stakk honum uppí sig. Guð
minn almáttugur, hugsaði hún og skar annan í hvelli. Og annan …
* * *
„Hún var álíka stór og þú en með miklu stærri túttur,“ útskýrði Bjarni, „og
bara, flott boddí, skilurðu, og sítt, ljóst hár. Hún settist við barinn og pantaði