Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Síða 53

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Síða 53
Vi l l t a v e s t r i ð í W i c k e d e TMM 2013 · 1 53 lítinn bjór. Klukkan var ekki orðin fjögur á laugardeginum, rólegt að gera skilurðu. Svo fór hún að spurja mig um Ísland og …“ „Bíddu, þekkti hún þig líka? Þessi Elke?“ Bjarni yppti öxlum. „Það veit fullt af fólki hérna að ég er Íslendingur, ég hef aldrei þóst vera neitt annað. En þessi Elke er ekki héðan, ég hef aldrei séð hana áður svo mér finnst líklegra að þetta sé einhver sem var með Helgu í þessu indjánadæmi og búin að pæla í að drepa hana alveg lengi, skilurðu, og fattaði hvernig hún ætti að gera það þegar hún heyrði um mig. Eða ég held það hljóti að vera svoleiðis. Ég meina, ég er Íslendingur og ég er hér. Svo kemur Helga hingað og þegar hún er drepin halda náttúrlega allir að ég hafi gert það. Það er svo augljóst að ég mundi örugglega halda það sjálfur ef ég vissi ekki betur. Og þetta er semsagt nákvæmlega það sem Elke eða hvað sem hún heitir hefur fattað og ákveðið bara að notfæra sér einn tveir og bingó. Og þetta svínvirkaði. Ég gekk í gildruna, Helga gekk í gildruna og löggan gekk í gildruna og þess- vegna sit ég hér.“ „Og hvernig leit sú gildra út, Bjarni minn?“ spurði Katrín, furðu þolin- móð. „Sko. Við tjöttuðum um allskonar og eftir soldinn tíma spurði hún mig hvenær ég væri búinn að vinna og ég sagði milli tvö og þrjú um nóttina. Þá sagðist hún þurfa að fara að vinna en spurði hvort ég væri ekki til í að hitta hana klukkan svona hálfþrjú. Auðvitað, sagði ég og hún bara ókei, eigum við að hittast við tjörnina hérna á bakvið klukkan hálfþrjú? Og ég alveg, jájá, þú veist. Og hún spyr hvernig maður segi það á íslensku. Og ég segi henni það. Og hún biður mig að skrifa það, hana langi að sjá þetta skrifað, þessi skrítnu orð. Svo ég skrifa þennan miða: „Hittu mig við tjörnina klukkan hálfþrjú.“ Hún alveg brosti aftur á hnakka. Og svo bað hún mig að lána sér framhlaðninginn.“ „Og þú gerðir það?“ „Já.“ „Bara sisvona?“ „Já.“ „Hvað sagðist hún ætla að gera við framhlaðninginn?“ „Hún er sko ljósmyndari. Eða sagðist vera það. Sagðist vera komin til Wickede afþví hún hefði frétt af þessu indjánadæmi, þessu pá-vái einsog þau kalla það, og ætlaði að taka myndir af indjánunum. Og fyrst hún fann líka kúrekaknæpu langaði hana að taka mynd með bæði kábbojum og indjánum og þegar hún sá allar byssurnar – við, eða Rolf, skilurðu, er með fullt af rifflum í rekka bakvið barinn, bara plat en samt rosa eðlilegt – þá sagði Elke að sig langaði að hafa byssu líka og hvort ég gæti ekki lánað henni svona gamaldags og ég gerði það og hún sagði hey, höfum það frekar klukkan þrjú og kyssti mig á kinnina og fór. Kannski hefði ég átt að verða tortrygginn en á þessum tímapunkti var ég auðvitað farinn að hugsa algjörlega með skauf- anum, skilurðu …“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.