Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Qupperneq 77

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Qupperneq 77
Vi n n u m m i n n a : S t y t t u m v i n n u d a g i n n TMM 2013 · 1 77 Einnig má sjá að langur vinnutími á Íslandi, miðað við sömu lönd, er engin nýlunda. Vinnutíminn hefur vissulega styst, en hérlendis hefur fólk unnið meira en íbúar annarra Norðurlanda að minnsta kosti frá 1958. Svipað gildir um hin þróuðu Evrópulöndin.11 Svo má líka sjá að vinnutími hérlendis hefur styst frá því í kringum hrun (2008), en ekki mikið. Þessi stytting er líklega tímabundin – hún er líkleg til að hverfa í næstu uppsveiflu, því að hér er trúlega aðeins um að ræða takmörkun á yfirvinnu (og aðrar ámóta aðgerðir) til að stemma stigu við kostnaði vegna efnahagsþrenginganna sem nú ganga yfir. Vinnustundir á hvern vinnandi mann er ein leið til að mæla hversu mikið er unnið í samfélagi. Sú leið er bara ein af nokkrum mögulegum. Önnur leið er að skoða nokkurs konar heildarumfang vinnunnar í samfélagi, og hefur það verið gert fyrir Ísland og fjölmörg önnur ríki.12 Til að geta reiknað það út er byrjað á að kanna hve mikil atvinnuþátttaka viðkomandi samfélags er, en atvinnuþátttaka er hlutfall fólks á vissu aldursskeiði (í þessu tilviki 15–64 ára) sem er í launaðri vinnu eða er að leita sér að vinnu. Á Íslandi var atvinnuþátttaka 85,3% árið 2009, sem er meira en á öðrum Norðurlöndum, meira en í þróuðustu Evrópulöndunum og meira en í Kanada og Banda- ríkjunum. Í tölum OECD eru raunar engin lönd með meiri atvinnuþátt- töku en Ísland. Svo þarf að huga að meðalvinnustundum á hvern vinnandi mann. Er hér nú þegar búið að fara í gegnum þær tölur fyrir hin ýmsu lönd. Því næst er atvinnuþátttaka margfölduð með meðalfjölda vinnustunda á hvern vinnandi mann í viðkomandi samfélagi og deilt með 100.13 Útkoman er eins konar vísitala sem má túlka sem meðalfjölda vinnustunda allra sem eru á aldrinum 15–64 ára. Sé þetta gert fyrir nærri öll Evrópulönd, Bandaríkin, Kanada, S-Kóreu, nokkur lönd í S-Ameríku og mörg fleiri (öll OECD-löndin raunar) með tölum ársins 2009 og vísitölurnar bornar saman milli landanna, þá kemur í ljós að hvergi var umfang vinnunnar meira en á Íslandi árið 2009. Mikill munur var á Íslandi og hinum Norðurlöndunum, en umfang vinnunnar á Íslandi var um 19,8% hærra en meðaltal umfangs Svíþjóðar, Noregs, Danmerkur og Finnlands. Umfangið er greinilega úr takti við það sem gengur og gerist í nágrannalöndum okkar. Sama gildir um þróuðustu Evrópulöndin; þar var umfang vinnunnar mun minna en hér árið 2009. Í þessu sambandi má benda á að Ísland og Suður-Kórea – sem gjarnan er talið vinnusamasta samfélag jarðar – eru á svipuðu reki í þessum efnum, Ísland með aðeins meira umfang. Við þetta eru þó fyrirvarar.14 Þó að tölurnar séu frá 2009, er þess ekki að vænta að umfangið hafi breyst mikið hérlendis. Atvinnuþátttaka á Íslandi var svipuð árin 2010 og 2009 og meðal- vinnustundafjöldi vinnandi fólks var svipaður milli þessara ára.15 Ástandið annars staðar er ekki líklegt til að hafa breyst í áttina að auknu umfangi vinnunnar. Það má færa fyrir því rök að umfang vinnunnar hérlendis hafi verið enn meira á árunum fyrir 2009 (og jafnvel enn lengur en það): Atvinnuþátttaka
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.