Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Síða 79

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Síða 79
Vi n n u m m i n n a : S t y t t u m v i n n u d a g i n n TMM 2013 · 1 79 1. Árið 2008 vann meðalmaðurinn um 56 stundum minna árlega en árið 1980. (Á árunum 1950 til 1980 fækkaði árlegum vinnustundum á mann hins vegar um 620.)24 Vélvæðingin hérlendis hefur aukist frá 1980 – sjálfvirknin hefur aukist,25 á því leikur ekki vafi, en vinnustundum ekki fækkað að sama skapi. Hér á landi hafa menn ekki farið út í að stytta vinnudaginn undanfarna áratugi. Miðað við reynsluna annars staðar í Evrópu er full ástæða til að ætla að slík stytting muni gefast vel.26 Ástæður og afleiðingar Af hverju að stytta vinnudaginn hérlendis? Ýmiss konar rök má færa fyrir því, sum hagræn en önnur samfélagslegs eðlis. Skoðum rökin, hver fyrir sig. (a) Landsframleiðsla (verg)27 á hvern einstakling er meiri á Íslandi en í flestum öðrum Evrópulöndum, t.d. Þýskalandi, Frakklandi og Danmörku. Á sama tíma er (verg) landsframleiðsla á hvern unninn klukkutíma mun minni í samanburði við sömu lönd. Raunar er það svo, að þróuðustu lönd Evrópu ásamt öðrum Norðurlöndum standa sig betur í þessum samanburði (þ.e. framleiðslu á klst.). Lönd sem fylgja fast á hæla Íslands í þessum efnum eru Spánn, Grikkland, og Ungverjaland.28 Hafa ber í huga að þetta er ekkert nýtt.29 Samhliða þessu vinnum við langan vinnudag, miðað við ýmis Evrópulönd, líkt og sést á mynd 1. Sem sagt: Við framleiðum nokkuð mikið í samanburði við önnur Evrópulönd, en eyðum miklum tíma til þess. Hvað veldur? Ástæðurnar geta verið margar. Það er til dæmis vel þekkt að langir vinnudagar yfir langt tímabil draga úr afköstum – þreyta byggist upp. Einnig má hugsa sér að skipulag vinnunnar komi niður á afköstum, t.d. ef vinnufyrirkomulag er óhentugt. Hugsanlega er lélegt skipulag framleiðslu og vinnu útbreitt hérlendis, en víða í Evrópu betra. Samspil þessara tveggja þátta, þreytu og lélegs skipulags, er möguleg ástæða lengri vinnudags og lélegrar framleiðni á hverja vinnustund.30 Verði vinnudagurinn styttur, er líklegt að þetta breytist. Ef langvarandi þreytu er um að kenna, er líklegt að fólk nái að hvílast betur samhliða styttri vinnudegi og að framleiðnin aukist (á hverja vinnustund og kannski á mann). Ef skipulag er óhagkvæmt, er líklegt að atvinnurekendur sjái sér hag í að bæta það, en með því myndu afköst aukast.31 (b) Áður var nefnd tilgátan um þreytu. Hún er ekki úr lausu lofti gripin, því til er rannsókn sem sýnir að hérlendis hefur atvinna margra fullorðinna (á aldrinum 16–67 ára) slæm áhrif á heimilislíf.32 Rannsóknin náði til allnokk- urra landa, þar á meðal voru Ísland og önnur Norðurlönd, Sviss, Ástralía, Bandaríkin, Austurríki, Þýskaland, Frakkland og Pólland.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.