Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Blaðsíða 79
Vi n n u m m i n n a : S t y t t u m v i n n u d a g i n n
TMM 2013 · 1 79
1. Árið 2008 vann meðalmaðurinn um 56 stundum minna árlega en árið
1980. (Á árunum 1950 til 1980 fækkaði árlegum vinnustundum á mann hins
vegar um 620.)24 Vélvæðingin hérlendis hefur aukist frá 1980 – sjálfvirknin
hefur aukist,25 á því leikur ekki vafi, en vinnustundum ekki fækkað að sama
skapi.
Hér á landi hafa menn ekki farið út í að stytta vinnudaginn undanfarna
áratugi. Miðað við reynsluna annars staðar í Evrópu er full ástæða til að ætla
að slík stytting muni gefast vel.26
Ástæður og afleiðingar
Af hverju að stytta vinnudaginn hérlendis? Ýmiss konar rök má færa fyrir því,
sum hagræn en önnur samfélagslegs eðlis. Skoðum rökin, hver fyrir sig.
(a) Landsframleiðsla (verg)27 á hvern einstakling er meiri á Íslandi en í
flestum öðrum Evrópulöndum, t.d. Þýskalandi, Frakklandi og Danmörku.
Á sama tíma er (verg) landsframleiðsla á hvern unninn klukkutíma mun
minni í samanburði við sömu lönd. Raunar er það svo, að þróuðustu lönd
Evrópu ásamt öðrum Norðurlöndum standa sig betur í þessum samanburði
(þ.e. framleiðslu á klst.). Lönd sem fylgja fast á hæla Íslands í þessum efnum
eru Spánn, Grikkland, og Ungverjaland.28 Hafa ber í huga að þetta er ekkert
nýtt.29
Samhliða þessu vinnum við langan vinnudag, miðað við ýmis Evrópulönd,
líkt og sést á mynd 1. Sem sagt: Við framleiðum nokkuð mikið í samanburði
við önnur Evrópulönd, en eyðum miklum tíma til þess.
Hvað veldur? Ástæðurnar geta verið margar. Það er til dæmis vel þekkt að
langir vinnudagar yfir langt tímabil draga úr afköstum – þreyta byggist upp.
Einnig má hugsa sér að skipulag vinnunnar komi niður á afköstum, t.d. ef
vinnufyrirkomulag er óhentugt. Hugsanlega er lélegt skipulag framleiðslu
og vinnu útbreitt hérlendis, en víða í Evrópu betra. Samspil þessara tveggja
þátta, þreytu og lélegs skipulags, er möguleg ástæða lengri vinnudags og
lélegrar framleiðni á hverja vinnustund.30
Verði vinnudagurinn styttur, er líklegt að þetta breytist. Ef langvarandi
þreytu er um að kenna, er líklegt að fólk nái að hvílast betur samhliða styttri
vinnudegi og að framleiðnin aukist (á hverja vinnustund og kannski á
mann). Ef skipulag er óhagkvæmt, er líklegt að atvinnurekendur sjái sér hag
í að bæta það, en með því myndu afköst aukast.31
(b) Áður var nefnd tilgátan um þreytu. Hún er ekki úr lausu lofti gripin, því
til er rannsókn sem sýnir að hérlendis hefur atvinna margra fullorðinna (á
aldrinum 16–67 ára) slæm áhrif á heimilislíf.32 Rannsóknin náði til allnokk-
urra landa, þar á meðal voru Ísland og önnur Norðurlönd, Sviss, Ástralía,
Bandaríkin, Austurríki, Þýskaland, Frakkland og Pólland.