Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Síða 81

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Síða 81
Vi n n u m m i n n a : S t y t t u m v i n n u d a g i n n TMM 2013 · 1 81 Það er vel mögulegt að slík stytting vinnudagsins geti dregið úr atvinnu- leysi, til dæmis með þessum hætti: Þegar styttingin á sér stað í hagkerfinu, er líklegt að starfsfólk og atvinnurekendur finni nýjar leiðir til að afkasta jafn miklu á styttri vinnudegi og var fyrir styttinguna – en styttingin myndi gera það að verkum að ekki væri hægt að afkasta jafn miklu og áður með sama vinnuskipulagi, því tíminn til þess væri skemmri. Nýjar leiðir væru því nauðsynlegar. Þetta er næstum öruggt, m.a. vegna þess að fyrir- tækjaeigendur myndu vilja halda veltu og mögulegum hagnaði óbreyttum – þeir myndu ekki sætta sig við minni veltu og hagnað að gefinni óbreyttri eftirspurn. – Með því að breyta skipulagi vinnunnar gætu mörg fyrirtæki afkastað álíka miklu eftir styttingu og þau gerðu fyrir styttingu (sumum jafnvel mun meiru) og það án þess að fjölga starfsmönnum.38 Einhverjum fyrirtækjum myndi hins vegar ekki takast þetta – en þyrftu samt að anna eftirspurn. Þau myndu þurfa að fjölga starfsfólki – atvinnulaust fólk væri líklegast til að verða ráðið og atvinnulausum myndi þannig fækka. Þessi fyrirtæki væru með þessu vitanlega að taka á sig aukinn kostnað, en flest fyrirtæki ættu að ráða við það í einhverjum mæli. Þetta er auðvitað ekki tryggt. Ýmislegt gæti farið á annan veg en hér var lýst, með þeim afleiðingum að atvinnuleysi myndi ekki minnka. Og ef hlutirnir fara á annan veg? Þá hefur vinnudagurinn að minnsta kosti verið styttur og framleiðsluferli endurbætt. Í öllu falli er ósennilegt að atvinnuleysi aukist. Einhverjum lesendum (einkum hagfræðingum) gæti þótt að hér hafi verið fallið í gryfju ákveðinnar rökvillu sem á ensku er nefnd lump-of-labor fall- acy. Þeir hinir sömu eru eindregið hvattir til að lesa neðanmálsgrein þar sem þetta er rætt nánar.39 Enn aðrir kunna að spyrja sig hvort atvinnuleysi hafi nokkurn tímann minnkað í kjölfar styttingar vinnudagsins. Svarið er já, en til að það gerist þarf að vanda til verka við framkvæmdina.40 Einhverjum gæti dottið í hug að atvinnurekendur muni setja meiri þrýst- ing á starfsfólk til að afkasta meiru, og þannig slíta fólki frekar út. Aukin framleiðni yrði þannig raunin, en á kostnað starfsfólksins. Þetta er mögu- leiki. Verkfæri starfsfólksins til að hamla gegn því eru auðvitað stéttarfélög og verkföll. Og þau þarf fólk að virkja, ef álagið verður, almennt, óásættanlegt. (d) Í sömu könnun og spurt var um þreytu, var líka spurt um hvort fólk vildi auka við sig vinnu, minnka eða engu breyta. Í ljós kom að um 71% vildi vinna sömu vinnu fyrir sömu tekjur, 10% vildu vinna meira fyrir meiri tekjur og 19% vildu vinna minna fyrir lægri tekjur. Samkvæmt þessu mætti ætla að um 70% fólks sé sátt við sitt og um 30% vilji minni eða meiri vinnu. En önnur mynd kom í ljós þegar spurt var um vinnuna, óháð tekjum. Kom þá í ljós að 42% vildu vinna minna, um 11% meira, en 47% vildu óbreyttan vinnutíma (ætla má að hlutföllin hafi breyst, en ekki endilega svo mikið, sbr.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.