Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Blaðsíða 85

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Blaðsíða 85
Vi n n u m m i n n a : S t y t t u m v i n n u d a g i n n TMM 2013 · 1 85 okkur að í hvert sinn sem framleiðni eykst (t.d. með nýrri vél), á fólk á hættu að missa vinnuna, því fyrirtæki leitast eilíft við að spara í starfsmannahaldi. Vélar (eða aðferðir) koma þannig í stað starfsfólks, vélar sem spara fyrir- tækjunum peninga. Hefur þetta verið svo allt frá því í iðnbyltingunni. Til að sporna við því þarf sífellt að auka neyslu, m.a. svo þeir sem missa vinnuna geti fengið aðra. En þetta þarf ekki að vera svona. Í reynd ætti það að vera svo – ef hagkerfi heimsins væri skynsamlega uppbyggt – að í hvert sinn sem framleiðni ykist, myndi vinnudagurinn styttast. Fyrirtæki sem myndi finna leið til að auka framleiðni – kannski með nýrri vél – ætti í raun að stytta vinnudag sinna starfsmanna og endurútdeila þannig vinnunni til þeirra sem myndu annars missa vinnuna. Þetta myndi stuðla að auknum stöðugleika hagkerfisins – því þessi ráðstöfun myndi hjálpa til við að halda atvinnuleysi í lágmarki. Þetta er eitthvað sem hagkerfi framtíðarinnar þyrfti að fela í sér, en núverandi hagkerfi gerir ekki. Því er ekki að neita að vinnumarkaður og eðli fyrirtækja þarf að breytast til að þetta geti orðið að veruleika. Að lokum: Atvinnurekendur munu taka illa í þessa hugmynd, komist hún til umræðu. Það hafa þeir alltaf gert þegar styttingu vinnudagsins ber á góma. Ekki láta það koma á óvart.54 En nú er mál að linni. Styttum vinnudaginn og njótum lífsins. Tilvísanir 1 Kristni Má Ársælssyni, Kjartani Halli Grétarssyni, Kolbeini Stefánssyni og Ásgeiri Berg Matthíassyni eru færðar þakkir fyrir yfirlestur og ábendingar á meðan þessi ritgerð var í vinnslu. 2 Sótt af http://www.hi.is/files/skjol/hugvisindasvid/deildir/islensku_og_menningar/Thorunn, pdf þann 23. júlí 2011. 3 Frá því efnahagsþrengingarnar riðu yfir 2008, hefur vinnustundum fækkað hjá þeim sem hafa vinnu, en aðeins lítillega. Sjá nánar um þetta síðar í ritgerðinni. 4 Fyrir utan nú nýlega, að BSRB setti fram kröfu í kjaraviðræðum um styttri vinnudag (Bandalag starfsmanna ríkis og bæja, 2011). Það sem heyrðist frá ASÍ var: Við viljum vinna (Gylfi Arn- björnsson, 2010). – Höfundur hefur sjálfur skrifað um þetta mál í blöð (Guðmundur D. Haraldsson og Smári McCarthy, 2010; Smári McCarthy og Guðmundur D. Haraldsson, 2010), andsvör voru engin við þeim skrifum, en nokkur meðbyr. – Á Alþingi hefur nokkrum sinnum í gegnum tíðina verið fjallað um að stytta vinnudaginn hérlendis; hafa verið lagðar fyrir þings- ályktunartillögur um þetta efni. Höfundi er kunnugt um nokkrar, þá elstu frá 1961 (Alþingi, 1961), sem var samþykkt. Tillagan fól í sér að fundnar yrðu leiðir til að stytta vinnudaginn án þess að skerða tekjur. Árin 1988 og 1991 voru lagðar fram þingsályktunartillögur í svipuðum dúr, en þær voru ekki samþykktar (Alþingi, 1988, 1991). Árið 1993 voru lagðar fyrir tvær þingsályktunartillögur (hvor á sínu þinginu), sem voru líka í svipuðum dúr og fyrri tvær, en voru ekki samþykktar heldur. Þess í stað var samþykkt þingsályktunartillaga (á seinna þinginu) um að skrifuð yrði skýrsla um hvernig hafi verið staðið að styttingu vinnudags annars staðar í Evrópu (Alþingi, 1993a, 1993b). Árið 1996 var lögð fyrir enn ein þingsályktunartillaga um styttingu vinnudags án tekjuskerðingar, sem var ekki samþykkt (Alþingi, 1996). 5 Þau Norðurlönd sem hér er miðað við eru Ísland, Noregur, Svíþjóð, Finnland og Danmörk. Kemur þetta til vegna gagnanna sem ritgerðin byggist á. 6 Hér var miðað við Austurríki, Belgíu, Frakkland, Holland, Ítalíu og Þýskaland. 7 Umskiptalönd eru fyrrum kommúnistalönd, sem eru eða hafa verið að ganga í gegnum miklar breytingar á hagkerfum sínum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.