Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Qupperneq 85
Vi n n u m m i n n a : S t y t t u m v i n n u d a g i n n
TMM 2013 · 1 85
okkur að í hvert sinn sem framleiðni eykst (t.d. með nýrri vél), á fólk á hættu
að missa vinnuna, því fyrirtæki leitast eilíft við að spara í starfsmannahaldi.
Vélar (eða aðferðir) koma þannig í stað starfsfólks, vélar sem spara fyrir-
tækjunum peninga. Hefur þetta verið svo allt frá því í iðnbyltingunni. Til að
sporna við því þarf sífellt að auka neyslu, m.a. svo þeir sem missa vinnuna
geti fengið aðra. En þetta þarf ekki að vera svona. Í reynd ætti það að vera
svo – ef hagkerfi heimsins væri skynsamlega uppbyggt – að í hvert sinn sem
framleiðni ykist, myndi vinnudagurinn styttast. Fyrirtæki sem myndi finna
leið til að auka framleiðni – kannski með nýrri vél – ætti í raun að stytta
vinnudag sinna starfsmanna og endurútdeila þannig vinnunni til þeirra sem
myndu annars missa vinnuna. Þetta myndi stuðla að auknum stöðugleika
hagkerfisins – því þessi ráðstöfun myndi hjálpa til við að halda atvinnuleysi
í lágmarki. Þetta er eitthvað sem hagkerfi framtíðarinnar þyrfti að fela í sér,
en núverandi hagkerfi gerir ekki. Því er ekki að neita að vinnumarkaður og
eðli fyrirtækja þarf að breytast til að þetta geti orðið að veruleika.
Að lokum: Atvinnurekendur munu taka illa í þessa hugmynd, komist
hún til umræðu. Það hafa þeir alltaf gert þegar styttingu vinnudagsins ber á
góma. Ekki láta það koma á óvart.54
En nú er mál að linni. Styttum vinnudaginn og njótum lífsins.
Tilvísanir
1 Kristni Má Ársælssyni, Kjartani Halli Grétarssyni, Kolbeini Stefánssyni og Ásgeiri Berg
Matthíassyni eru færðar þakkir fyrir yfirlestur og ábendingar á meðan þessi ritgerð var í
vinnslu.
2 Sótt af http://www.hi.is/files/skjol/hugvisindasvid/deildir/islensku_og_menningar/Thorunn,
pdf þann 23. júlí 2011.
3 Frá því efnahagsþrengingarnar riðu yfir 2008, hefur vinnustundum fækkað hjá þeim sem hafa
vinnu, en aðeins lítillega. Sjá nánar um þetta síðar í ritgerðinni.
4 Fyrir utan nú nýlega, að BSRB setti fram kröfu í kjaraviðræðum um styttri vinnudag (Bandalag
starfsmanna ríkis og bæja, 2011). Það sem heyrðist frá ASÍ var: Við viljum vinna (Gylfi Arn-
björnsson, 2010). – Höfundur hefur sjálfur skrifað um þetta mál í blöð (Guðmundur D.
Haraldsson og Smári McCarthy, 2010; Smári McCarthy og Guðmundur D. Haraldsson, 2010),
andsvör voru engin við þeim skrifum, en nokkur meðbyr. – Á Alþingi hefur nokkrum sinnum
í gegnum tíðina verið fjallað um að stytta vinnudaginn hérlendis; hafa verið lagðar fyrir þings-
ályktunartillögur um þetta efni. Höfundi er kunnugt um nokkrar, þá elstu frá 1961 (Alþingi,
1961), sem var samþykkt. Tillagan fól í sér að fundnar yrðu leiðir til að stytta vinnudaginn án
þess að skerða tekjur. Árin 1988 og 1991 voru lagðar fram þingsályktunartillögur í svipuðum
dúr, en þær voru ekki samþykktar (Alþingi, 1988, 1991). Árið 1993 voru lagðar fyrir tvær
þingsályktunartillögur (hvor á sínu þinginu), sem voru líka í svipuðum dúr og fyrri tvær, en
voru ekki samþykktar heldur. Þess í stað var samþykkt þingsályktunartillaga (á seinna þinginu)
um að skrifuð yrði skýrsla um hvernig hafi verið staðið að styttingu vinnudags annars staðar
í Evrópu (Alþingi, 1993a, 1993b). Árið 1996 var lögð fyrir enn ein þingsályktunartillaga um
styttingu vinnudags án tekjuskerðingar, sem var ekki samþykkt (Alþingi, 1996).
5 Þau Norðurlönd sem hér er miðað við eru Ísland, Noregur, Svíþjóð, Finnland og Danmörk.
Kemur þetta til vegna gagnanna sem ritgerðin byggist á.
6 Hér var miðað við Austurríki, Belgíu, Frakkland, Holland, Ítalíu og Þýskaland.
7 Umskiptalönd eru fyrrum kommúnistalönd, sem eru eða hafa verið að ganga í gegnum miklar
breytingar á hagkerfum sínum.